Fleiri fréttir

Konur halda körlum blót í Súgandafirði

Í kvöld verður hið árlega þorrablóT Súgfirðinga haldið með pompi og prakt. Vefurinn bæjarins Besta greinir frá því að sá háttur sé á blótum sveitunga að annaðhvort ár haldi konur blótið til heiðurs bændum sínum, en hitt árið sjá karlarnir um góublót og bjóða þá konum sínum. Nú er ár kvennanna og hafa þær staðið að undirbúningnum fyrir blótið í kvöld.

Þrír ölvaðir og þrír undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Selfossi tók þrjá ölvaða ökumenn úr umferð í nótt og einn, sem ók undir áhrifum fíkniefna. Þar með hafa átta verið teknir úr umferð í bænum á einum sólarhring, sem er óvenju mikið. Þar af voru tveir auk þess réttindalausir, og annar þeirra var á afskráðum bíl.

Eftirlitsaðilar bregðist við brotum á reykingabanni

Heilbrigðisráðuneytið hefur sent út bréf til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, Vinnueftirlitsins, Flugmálastjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnunar og Lýðheilsustöðvar þar sem fram kemur hvernig hægt sé að bregðast við brotum á lögum um tóbaksvarnir.

Létust þar sem þeir voru ekki í bílbeltum

Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur lokið rannsókn á tveimur banaslysum sem urðu í fyrra. Í báðum tilvikum má rekja dauða ökumanna meðal annars til þess að þeir voru ekki bílbelti og köstuðust þeir af þeim sökum út úr bílum sínum.

Grunaðir smyglarar áfram í gæsluvarðhaldi

Tveir menn voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni og kókaíni.

Faxaflóahafnir vilja Sundabraut í göng

Ný stjórn Faxaflóahafna tekur undir þá ályktun borgarráðs að Sundabraut skuli leggja í göngum. Þá ítrekar félagið vilja sinn til að koma að framkvæmd verkefnisins.

Launavandræði á Hvarfi bænum að kenna

Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, segir það bæjarkerfinu að kenna að ekki voru til peningar til þess að greiða starfsfólki á leikskólanum hvarfi laun í morgun. Hann segir að reikningur sem bærinn átti að greiða hafi ekki verið greiddur og því hafi rekstraraðilar leiksskólans ekki átt fyrir launakostnaði.

Stóð til að loka leikskólanum Hvarfi í dag vegna ógreiddra launa

Foreldrar barna á leikskólanum Hvarfi í Vatnsendahverfi í Kópavogi fengu hringingu frá leikskólanum í dag og þau beðin um að sækja börnin sín. Ástæðan var sú að starfsmenn leikskólans höfðu ekki fengið greidd laun og því ætti að loka skólanum. Að sögn Eddu Guðrúnar Guðnadóttur, trúnaðarmanni starfsmanna á Hvarfi, kom þó ekki til þess þar sem laun voru greidd þegar fréttirnar fóru að kvisast út.

Faxaflóahafnir tilbúnar til viðræðna við HB Granda

Stjórn Faxaflóahafna lýsir sig reiðubúna að hefja þegar í stað viðræður og samvinnu við HB Granda ef félagið vilji byggja upp framtíðarstarfsemi sína á Akranesi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundir stjórnarinnar í dag.

Lögregla vill lengra gæsluvarðhald yfir smyglurum

Farið hefur verið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur þeirra manna sem grunaðir eru um að hafa smyglað um fimm kílóum af amfetamíni og kókaíni til landsins í hraðsendingu. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum ætlar dómari að ákvarða í málinu seinnipartinn í dag.

Greinir á um hvort þvingunarúrræði séu í lögum

Reykingar voru leyfðar áfram á nokkrum veitingastöðum í miðbænum í gærkvöld án afskipta lögreglu. Umhverfissvið Reykjvíkurborgar telur ekki mögulegt að beita viðurlögum við því að reykingabannið sé hundsað.

Fjórum sundlaugum lokað vegna heitavatnsskorts

Báðar sundlaugarnar í Árborg eru lokaðar en ekki hefur enn þurft að skammta vatn til atvinnulífsins eða almennings. Aldrei áður hefur jafn mikið hitaveituvatn verið notað á höfuðborgarsvæðinu og í morgun, en það jafnast á við streymi Elliðaánna.

Fjarri því að kuldamet falli

Þótt kuldinn á landinu sé mikill þessi dægrin er fjarri því að 90 ára kuldamet frostaveturin mikla falli. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á fréttastofu Stöðvar 2.

Kynbundnum launamun eytt hjá Akureyrarbæ

Ekki er marktækur munur á launum karla og kvenna hjá Akureyrarbæ, ef tekið er tillit til starfs, starfssviðs, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í könnun sem bærinn fól Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri að gera síðasta vor. Könnunin var kynnt í bæjarráði í gær.

Skýrslan um Breiðavíkurdrengina er tilbúin

Skýrslan um Breiðavíkurdrengina sem forsætisráðherra hefur látið vinna er tilbúin. Róbert R. Spanó lagaprófessor segir að skýrslan verði kynnt í þar næstu viku en Róbert er formaður nefndarinnar sem vann skýrsluna.

Þriggja og sex bíla árekstur í Ártúnsbrekku

Tveir árekstrar urðu í Ártúnsbrekkunni um klukkan átta. í öðrum þeirra skullu þrír bílar saman en í hinum sex bílar. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Nokkrar tafir mynduðust vegna þessa en greitt hefur verið úr flækjunni.

Átök á Kaffi Krús á Selfossi í nótt

Til átaka kom á veitingahúsinu Kaffi Krús á Selfossi upp úr miðnætti þegar slettist upp á vinskapinn meðal fjögurra vinnufélaga, sem sátu þar að sumbli.

Neitar að gefa upp nafn höfuðpaursins

Einar Jökull Einarsson neitaði fyrir dómi að gefa upp nafn mannsins sem bað hann um að flytja fíkniefni landsins. Aðalmeðferð í Pólstjörnumálinu lauk í gær og hafa allir mennirnir sem ákærðir eru játað aðild sína.

Sjá næstu 50 fréttir