Innlent

Vopnað rán í Glitni

MYND/Sigurjón

Rán var framið í útibúi Glitnis í Lækjargötu í Reykjavík nú á tíunda tímanum, eða skömmu eftir að bankinn var opnaður.

Karlmaður vopnaður exi ógnaði starfsfólki og hafði síðan eitthvað af fjármunum á brott með sér. Ræninginn, sem er talinn vera á aldrinum 20-25 ára, er hvítur á hörund.

Hann er fölleitur og með kringluleitt andlit. Maðurinn var klæddur í gráa hettupeysu og með svarta húfa þar undir. Hann var í svörtum jakka utanyfir og bar svört sólgleraugu. Talið er að ræninginn, sem er enn ófundinn, sé um 175 sm á hæð en hann var með svartan og gráan bakpoka meðferðis.

MYND/Sigurjón

Upplýsingafulltrúi Glitnis segir engan starfsmanna hafa sakað í ráninu en starfsfólk fékk áfallahjálp eftir atvikið. Útibúinu var lokað í kjölfar ránsins en verður opnað aftur klukkan ellefu.

Lögregla segir rannsókn málsins á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu leitar nú ræningjans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×