Innlent

Þyrla sótti slasaðan snjósleðamann

Maðurinn var fluttur á slysadeild.
Maðurinn var fluttur á slysadeild. MYND/Sigurður Jökull

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan tvö í nótt til að sækja slasaðan snjósleðamann við Landmannahelli. Maðurinn hafði slasast á fæti og var talinn fótbrotinn. Hann var fluttur á slysadeild Landspítala í Fossvogi.

Landmannahellir er á suðurlandshálendinu skammt frá Heklu og Landmannalaugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×