Innlent

Breyta þarf lögum í samræmi við álit mannréttindanefndar

Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður.
Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður.

Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður telur að breyta þurfi lögum í samræmi við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Ísland sé aðili að alþjóðasamningnum og í úrskurðinum komi fram að ríkisstjórninni beri að taka tillit til hans og skila skýrslu innan 100 daga.

Í Silfri Egils í dag sagði Magnús að hann teldi að afnema þyrfti löggjöf um stjórn fiskveiða. Þar komi tvennt til greina. Annars vegar að taka upp sama kerfi og notast var við fyrir árið 1983 þegar frjáls sókn var við lýði. Það sé þó ekki praktískur möguleiki. Hins vegar sé möguleiki að setja aflaheimildir á uppboð á markaðslegum forsendum. Þá verði framboð meira og verð lækki. Hátt verð á kvóta hafi orðið til þess að nýliðar komast ekki inn. Það leiði til stöðnunar í kerfinu og sé varasamt.

Magnús sagðist óttast að ekki yrðu gerðar nægilegar breytingar á kerfinu á meðan fólk kysi kvótaflokka. Alþingi ætti hins vegar að sjá til þess að þau lög sem það setti stæðust mannréttindi og alþjóðasáttmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×