Innlent

Telur að borgarstjóri hafi ekki sætt ofsóknum

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. MYND/Pjetur

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur ekki að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi sætt ofsóknum fjölmiðla í kjölfar valdaskipta í borgarstjórn nýverið. Í þætti Egils Helgasonar Silfri Egils sagði hann þó að gengið hefði verið nærri Ólafi. Munur væri á að að ganga nærri einhverjum eða ofsækja.

Björn taldi síðasta körtímabil hafa verið skelfilegt fyrir borgarstjórn en taldi Ólaf hafa komist vel frá málinu. Erfitt væri fyrir menn í litlum samstarfsflokkum að fara í oddastöðu sem fólk í stærri flokkunum sætti sig kannski ekki við. Egill vitnaði í skrif Björns á bloggsíðu hans þar sem hann hefði meðal annars kallað Ólaf sjálfhverfan. Björn svaraði því til að Ólafur hefði yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn af því að hann hefði ekki talið að hann fengi þá virðingu sem honum bar á landsfundum flokksins.

Aðspurður um stjórnarsamstarf við Samfylkingu í ríkisstjórn sagði Björn það vera gott þó ágreiningur væri stundum vegna ólíkra áherslna. Það væri eðlilegt. Hann sagði að þó áður fyrr hefði ekki verið kært á milli hans og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra væri samstarfið gott og málefni beggja fengju framgang. Það bæri vott um gott samstarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×