Innlent

Íslendingar þurfa að huga betur að sparnaði

Íslendingar þurfa að herða sultarólina og huga betur að sparnaði segir hagfræðingur hjá Glitni. Skuldir heimilanna jukust um tæpa 14 milljarða á síðasta ári.

Í lok síðasta árs námu heildarskuldir íslenskra heimila við bankakerfið 838 milljörðum króna en þar af eru íbúðalán um 500 milljarðar. Yfirdráttarskuldir jukust um 8 milljarða og námu tæpum 76 milljörðum í lok síðasta árs. Frá árinu 2004 hafa yfirdráttaskuldir aukist jafnt og þétt eða um tæpa 22 milljarða. Samkvæmt þessu skuldar hvert mannsbarn hér á landi um 250 þúsund krónur í yfirdrátt og borgar af því um 62 þúsund krónur í vexti á ári.

Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Glitni banka, segir að heimilin ættu að öllu jöfnu að ráða við þessa skuldsetningu.

Jón telur þó útlit fyrir að verulega muni hægja á einkaneyslu á þessu ári og mælir með því að fólk herði sultarólina og eyði frekari í sparnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×