Innlent

Frumvarp um varalið í undirbúningi

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. MYND/Pjetur

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist vera að undirbúa frumvarp til laga um varalið þar sem björgunarsveitarmenn geti komið inn í verkefni lögreglunnar á álagspunktum. Í Silfri Egils í dag nefndi hann leiðtogafund Raegan og Gorbatsjov í Höfða sem dæmi um tilfelli þar sem varalið yrði kallað út samkvæmt lagaheimildum.

Björn sagði frumvarpið ekki ganga út á búnað eins og óeirðabíla eða vatnsbyssur. Þó væri inni í myndinni að fá afnot af björgunarsveitarbílum, en þá þyrfti að merkja þá. Fjöldi í varaliðinu færi einnig eftir atvikum hverju sinni.

Björn sagðist einnig vera sammála frumvarpi um varnarmálastofnun sem komi ekki inn á valdsvið lögreglu eða landhelgisgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×