Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2025 21:41 Vilhjálmur Bjarnason ræddi njósnamálið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2 Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. „Ríkissaksóknari byrjar á því að gefa yfirlýsingu um það að málið sé hugsanlega fyrnt. Það er nú kannski skárra að ríkissaksóknari finni áður út hvort þetta hafi verið brot, og taki síðan afstöðu til fyrningar,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að í sínum huga hafi málið byrjað að fyrnast 8. apríl síðastliðinn, þegar honum var fyrst greint frá því. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í skriflegu svarið við Rúv að líklega væru þessi meintu brot, sem varða njósnir sem voru framkvæmdar haustið 2012, fyrnd. Saksóknaraembættinu hafi borist tilkynningar frá héraðssaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um möguleg brot í opinberu starfi, brot á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Slík brot fyrnist þó að fimm árum liðnum og þar af leiðandi geti embættið ekki gripið til rannsóknaraðgerða. Ljóst að málinu sé ekki lokið Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Vilhjálmur að í sínum huga væri ljóst að brotið hefði verið á honum. „Eins og málið horfir við mér er verið að fremja glæp. Það er verið að safna skipulega upplýsingum um mig frá klukkan sex þrjátíu til fjörtíu á morgnanna þangað til fram eftir degi. Þetta er allt skipulega skráð. Og líkur benda til þess að mér sé flétt upp í miðlægu kerfi lögreglunnar.“ Ertu eitthvað búinn að melta þetta? „Það er lítið hægt að melta þetta. Þetta er auðvitað mjög stórt og mikið brot gagnvart mér og minni persónu og gagnvart þeim sem urðu fyrir þessu,“ sagði Vilhjálmur. „Á ég að þurfa að þola það að menn séu að sniglast í kringum mig, elta mig, veita mér eftirför og svo framvegis. Ég á aldrei að þurfa að þola þetta. Og Landsamband lögreglumanna getur aldrei talað um þetta sem mistök.“ Sérðu fyrir þér að leita réttar þíns? „Ég ætla ekki að segja neitt um það. En það getur hver sem er hugsar með sér hvað viðkomandi muni gera. Það er greinilegt að þessu máli er ekki lokið ef fólk lítur þetta svona alvarlegum augum.“ Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
„Ríkissaksóknari byrjar á því að gefa yfirlýsingu um það að málið sé hugsanlega fyrnt. Það er nú kannski skárra að ríkissaksóknari finni áður út hvort þetta hafi verið brot, og taki síðan afstöðu til fyrningar,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að í sínum huga hafi málið byrjað að fyrnast 8. apríl síðastliðinn, þegar honum var fyrst greint frá því. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í skriflegu svarið við Rúv að líklega væru þessi meintu brot, sem varða njósnir sem voru framkvæmdar haustið 2012, fyrnd. Saksóknaraembættinu hafi borist tilkynningar frá héraðssaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um möguleg brot í opinberu starfi, brot á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Slík brot fyrnist þó að fimm árum liðnum og þar af leiðandi geti embættið ekki gripið til rannsóknaraðgerða. Ljóst að málinu sé ekki lokið Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Vilhjálmur að í sínum huga væri ljóst að brotið hefði verið á honum. „Eins og málið horfir við mér er verið að fremja glæp. Það er verið að safna skipulega upplýsingum um mig frá klukkan sex þrjátíu til fjörtíu á morgnanna þangað til fram eftir degi. Þetta er allt skipulega skráð. Og líkur benda til þess að mér sé flétt upp í miðlægu kerfi lögreglunnar.“ Ertu eitthvað búinn að melta þetta? „Það er lítið hægt að melta þetta. Þetta er auðvitað mjög stórt og mikið brot gagnvart mér og minni persónu og gagnvart þeim sem urðu fyrir þessu,“ sagði Vilhjálmur. „Á ég að þurfa að þola það að menn séu að sniglast í kringum mig, elta mig, veita mér eftirför og svo framvegis. Ég á aldrei að þurfa að þola þetta. Og Landsamband lögreglumanna getur aldrei talað um þetta sem mistök.“ Sérðu fyrir þér að leita réttar þíns? „Ég ætla ekki að segja neitt um það. En það getur hver sem er hugsar með sér hvað viðkomandi muni gera. Það er greinilegt að þessu máli er ekki lokið ef fólk lítur þetta svona alvarlegum augum.“
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira