Innlent

Tólf tilboð í skráningu sjúkraskrá á Landspítalanum

MYND/GVA

Tólf tilboð bárust í skráningu sjúkraskráa fyrir slysadeild Landspítalans í útboði á vegum ríkisins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Til stendur að úitvista skráninguna í tilraunaskyni en sú hugmynd hefur mætt andstöðu hjá læknariturum sem starfa hjá Landspítalanum. Einhverjir þeirra eru þó í forsvari fyrir nokkur tilboðanna enda var það skilyrði að löggiltur læknaritari væri í forsvari.

Byrjað verður að fara yfir tilboðin á morgun og það liggur fyrir um miðjan mánuðinn hvort einhverju þeirra verður tekið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×