Fleiri fréttir

Aðgerðarleysi í málefnum Byrgisfólksins er mannréttindabrot

„Ég verð bara að segja að hann opinberar þá sýn okkar á það að fagfólk er ekki að horfa á hlutina í samræmi við raunveruleikann," segir Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar um ummæli Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis í fréttaskýringarþættinum Kompás í vikunni.

ÞSSÍ gefur tvær þjónustumiðstöðvar á Srí Lanka

Þróunarsamvinnustofnun Íslands afhenti í þessum mánuði tvær þjónustumiðstöðvar við löndunarstaði til fiskimannasamfélaga á Srí Lanka, annars vegar í Beruwalla á suðvesturströndinni og hins vegar í Nilwella á suðurodda eyjunnar.

Annþór var á reynslulausn og er á leið í grjótið á ný

AnnÞór Kristján Karlsson sem handtekinn var í gær grunaður um aðild sína að smygli á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni, var á reynslulausn vegna eldri brota og þarf nú væntanlega að sitja það af sér. Hann hlaut þriggja ára dóm fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann barði rúmliggjandi mann til óbóta með kylfu.

Skipa aðra Evrópunefnd

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja á laggirnar nefnd um þróun Evrópumála undir forystu Illuga Gunnarssonar og Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanna.

Impregilo stefnir ríkinu vegna oftekinna skatta

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hefur stefnt fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna oftekinna skatta sem fyrirtækið var látið borgar á árunum 2004 til 2007 í tengslum við gerð Kárahnjúkavirkjunar. Krafa Impregilo hljóðar upp á rúmlega 1,2 milljarða.

Flutningabíll valt í Ísafjarðardjúpi

Björgunarsveitir frá Ísafirði og Súðavík voru kallaðar út í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að flutningabíll hefði oltið innarlega í Ísafjarðardjúpi, en þá var veður afleitt og ófærð á veginum.

ASÍ: Lögbrot við hópuppsagnir hjá HB Granda

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir því harðlega að ekki skuli farið að leikreglum við framkvæmd hópuppsagna 59 starfsmanna HB Granda hf. á Akranesi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var hjá miðstjórninni í dag.

Ætla að leyfa reykingar

Eigendur skemmtistaðanna Q-Bar og Barsins, þeir Ragnar Magnússon og Baldvin Samúelsson, hafa ákveðið að leyfa reykingar á stöðum sínum í kvöld. Þetta tilkynntu þeir í þættinum Ísland í dag nú fyrir skömmu og sögðu það væri gert til þess kalla á umræður um galla á banni við reykingum á kaffihúsum og skemmtistöðum.

Búðarháls á undan Þjórsárvirkjunum?

Vatnsaflsvirkjun á hálendinu ofan Sultartanga gæti orðið næsta stórvirkjun landsins. Vegna erfiðleika við að afla leyfa fyrir virkjunum í neðri Þjórsá hefur Landsvirkjun nú dustað rykið af áformum um Búðarhálsvirkjun og gætu framkvæmdir hafist síðar á árinu.

Bónus hvetur viðskiptavini á Seltjarnarnesi til að skoða strimla

Bónus hvetur þá sem lögðu leið sína í verslun fyrirtækisins á Seltjarnarnesi á þriðjudag til að skoða hvort 30% afsláttur hafi skilað sér af öllum vörum. Vegna rangrar forritunar tölvumanna virðist afsláttur ekki hafa skilað sér af öllum vörum einhvern hluta dagsins.

Gæsluvarðhald staðfest

Gæsluvarðhald yfir Litháunum tveimur sem dæmdir voru nýlega í fimm ára fangelsi fyrir hrottalega tilraun til nauðgunar í húsasundi við Laugaveg hefur verið framlengt.

Annþór handrukkari handtekinn í tengslum við hraðsendingasmygl

Lögreglan handtók nú síðdegis handrukkarann alkunna Annþór Kristján Karlsson fyrir utan Leifsstöð í tengslum við smygl á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni. Bræðurnir Jóhannes Páll og Ari Gunnarssynir og Tómas Kristjánsson, sem starfaði hjá hraðsendingafyrirtækinu UPS, hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá því í lok síðustu viku.

164 milljónir til framkvæmda fyrir aldraða

164 milljónum króna var úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra nýverið til sex aðila. Það var Samstarfsnefnd um málefni aldraðra sem lagði fram tillögur um úthlutun og samþykkti heilbrigðisráðherra þær.

REI-málið stærsta fjölmiðlamál síðasta árs

REI-málið var stærsta fjölmiðlamál síðasta árs samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Creditinfo Ísland. Þannig sögðust rúm 18 prósent sem tóku afstöðu að REI-málið væri stærst en næst á eftir komu borgarstjóraskiptin í kjölfarið með um 15 prósent.

Geir á fund ESB-toppa

Geir H. Haarde forsætisráðherra heimsækir Lúxemborg og Belgíu í síðari hluta febrúar til viðræðna við forsætisráðherra ríkjanna. Hann mun einnig eiga viðræður við fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.

Ólafur Hjálmarsson nýr hagstofustjóri

Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur skipað Ólaf Hjálmarsson, skrifstofustjóra fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, í embætti hagstofustjóra til næstu fimm ára frá 1. mars .

Sakfelldur fyrir að villa um fyrir lögreglu eftir að hafa skotið hreindýr

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa auðkennt hreindýrstarf, sem hann hafði skotið, með merki Umhverfisstofnunar til þess að villa um fyrir lögreglu og fyrir að hafa verið við veiðar án skotvopnaleyfis. Maðurinn var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa skotið tarfinn í heimldarleysi.

Áform um störf án staðsetningar sýndarmennska?

Deilt var um það á Alþingi í dag hvort hugmyndir ríkisstjórnarinnar um störf án staðsetningar væru sýndarmennska eða hvort raunverulegur vilji væri til þess að flytja opinber störf út á landi.

KÍ spyr hvort enn standi til að stytta stúdentspróf

Kennarasamband Íslands gagnrýnir að nýtt frumvarp menntamálaráðherra til framhaldsskólalaga tilgreini ekki einingafjölda eða námstíma til stúdentsprófs. Segir meðal annars í umsögn sambandsins um frumvarpið að ekki megi ráða af því hvort fyrri áform um að stytta námstíma til stúdentsprós og þannig skerða námið lifi enn.

Ólafur með aröbum

Al Jazeera sjónvarpsstöðin mun á laugardaginn senda út hálftíma viðræðuþátt með forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni. Þátturinn verður sendur út á arabískri rás stöðvarinnar klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Svifryk fimm sinnum yfir mörkum á einum mánuði

Svifryk mældist fimm sinnum yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar á tímabilinu 7. desember í fyrra til 16. janúar í ár og köfnunarefnisdíoxíð einu sinni.

Borgarstjóri frestar ferð til New Ham

Borgarstjóra Reykjavíkur var boðið í opinbera heimsókn til New Ham á Englandi fyrir skömmu. Var ferðin áætluð þann 24. janúar síðast liðinn en hefur verið frestað fram í apríl.

Skotvopnaeign í morðinu á Sæbraut skoðuð

Ríkissaksóknari skoðar nú hvernig maður sem skaut annan mann til bana á Sæbraut síðastliðið sumar gat keypt morðvopnið án þess að hafa byssuleyfi. Móðir mannsins sem skotinn var til bana gagnrýndi rannsókn málsins.

50 MS-sjúklingar fá Tysabri í ár

Reiknað er með að 50 MS-sjúklingar fái lyfið Tysabri á þessu ári samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Jóns Björns Hákonarsonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir