Aðgerðarleysi í málefnum Byrgisfólksins er mannréttindabrot Breki Logason skrifar 31. janúar 2008 12:02 Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar. „Ég verð bara að segja að hann opinberar þá sýn okkar á það að fagfólk er ekki að horfa á hlutina í samræmi við raunveruleikann," segir Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar um ummæli Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis í fréttaskýringarþættinum Kompás í vikunni. Matthías sagði í þættinum að engin skrifleg kvörtun hefði borist embættinu sem hefði samþykkt skýrslu sérstaks vinnuhóps um málefni skjólstæðinga Byrgisins. Mæður stúlkna sem voru í Byrginu héldu því hinsvegar fram í þættinum að þjónustan hefði brugðist. Dætrum þeirra hefði verið vísað frá geðdeild þó þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi. Matthías sagðist hafa kannað eitt slíkt tilvik og í ljós hafi komið að það hefði verið uppspuni. „Það var algjörlega rangt". Sveinn er þessu ekki sammála og segir Matthías vera í andstöðu við þá hugmyndafræði sem Sveinn og fleiri vilja beita og saka þá um forsjárhyggju. „Hann hefur haldið því fram í mín eyru að ég og aðrir séum tilbúnir að brjóta á persónuréti þessa fólks. En aðgerðarleysi í málefnum þessa fólks eru mannréttindabrot," segir Sveinn og nefnir að ástand þessarar stúlkna hafi verið ígildi meðvitundarleysis og því hafi mönnum verið skylt að veita þeim hjálp. Sveinn segir að fyrst og fremst greini mönnum á um hugmyndafræði. Hann vill þó hjálpa fólki sem er í slíku ástandi og segist enn argari yfir því fagfólki sem ekki geri sér grein fyrir þessum birtingarmyndum geðsjúkra. „Varðandi það að Matthías segir að ekki hafi verið leitað til hans þá spyr ég hvort hann hafi velt vöngum yfir því hversvegna menn hafi ekki leitað til hans. Miðað við hvernig móttakan hefur verið á þessu fólki þá hefur maður bara ekki orku til þess að leita til embættis sem er hvorki fugl né fiskur," segir Sveinn sem viðurkennir að honum sé nokkuð heitt í hamsi yfir þessu máli. „Því miður er mikil brotalöm á þessu en ég spyr hvað er búið að gera fyrir þetta fólk?" Aðspurður um hver næstu skref séu í þessu máli segir Sveinn: „Það hefur verið stöðug krafa af okkar hálfu að eitthvað sé gert þó við höfum ekki verið að hrópa um það í fjölmiðlum. En ég vil þakka Kompás fyrir að fylgja þessu máli eftir" Sveinn segir að í þessu máli hafi bóla sprungið með miklum látum. „En ríkið hefur ákveðna taktík og það er að þegja þunnu hljóði. En því má ekki gleyma að hér er verið að fjalla um þá allra veikustu, sem eru líka lifandi manneskjur." Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
„Ég verð bara að segja að hann opinberar þá sýn okkar á það að fagfólk er ekki að horfa á hlutina í samræmi við raunveruleikann," segir Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar um ummæli Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis í fréttaskýringarþættinum Kompás í vikunni. Matthías sagði í þættinum að engin skrifleg kvörtun hefði borist embættinu sem hefði samþykkt skýrslu sérstaks vinnuhóps um málefni skjólstæðinga Byrgisins. Mæður stúlkna sem voru í Byrginu héldu því hinsvegar fram í þættinum að þjónustan hefði brugðist. Dætrum þeirra hefði verið vísað frá geðdeild þó þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi. Matthías sagðist hafa kannað eitt slíkt tilvik og í ljós hafi komið að það hefði verið uppspuni. „Það var algjörlega rangt". Sveinn er þessu ekki sammála og segir Matthías vera í andstöðu við þá hugmyndafræði sem Sveinn og fleiri vilja beita og saka þá um forsjárhyggju. „Hann hefur haldið því fram í mín eyru að ég og aðrir séum tilbúnir að brjóta á persónuréti þessa fólks. En aðgerðarleysi í málefnum þessa fólks eru mannréttindabrot," segir Sveinn og nefnir að ástand þessarar stúlkna hafi verið ígildi meðvitundarleysis og því hafi mönnum verið skylt að veita þeim hjálp. Sveinn segir að fyrst og fremst greini mönnum á um hugmyndafræði. Hann vill þó hjálpa fólki sem er í slíku ástandi og segist enn argari yfir því fagfólki sem ekki geri sér grein fyrir þessum birtingarmyndum geðsjúkra. „Varðandi það að Matthías segir að ekki hafi verið leitað til hans þá spyr ég hvort hann hafi velt vöngum yfir því hversvegna menn hafi ekki leitað til hans. Miðað við hvernig móttakan hefur verið á þessu fólki þá hefur maður bara ekki orku til þess að leita til embættis sem er hvorki fugl né fiskur," segir Sveinn sem viðurkennir að honum sé nokkuð heitt í hamsi yfir þessu máli. „Því miður er mikil brotalöm á þessu en ég spyr hvað er búið að gera fyrir þetta fólk?" Aðspurður um hver næstu skref séu í þessu máli segir Sveinn: „Það hefur verið stöðug krafa af okkar hálfu að eitthvað sé gert þó við höfum ekki verið að hrópa um það í fjölmiðlum. En ég vil þakka Kompás fyrir að fylgja þessu máli eftir" Sveinn segir að í þessu máli hafi bóla sprungið með miklum látum. „En ríkið hefur ákveðna taktík og það er að þegja þunnu hljóði. En því má ekki gleyma að hér er verið að fjalla um þá allra veikustu, sem eru líka lifandi manneskjur."
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira