Innlent

Annþór var á reynslulausn og er á leið í grjótið á ný

Annþór Kristján Karlsson.
Annþór Kristján Karlsson.

AnnÞór Kristján Karlsson sem handtekinn var í gær grunaður um aðild sína að smygli á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni, var á reynslulausn vegna eldri brota og þarf nú væntanlega að sitja það af sér. Hann hlaut þriggja ára dóm fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann barði rúmliggjandi mann til óbóta með kylfu.

Annþór var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir verknaðinn en sat aðeins inni í tvö ár. Við húsleit heima hjá Annþóri í Vogunum fundust fíkniefni og heimildir Vísis herma að hann muni því þurfa að ljúka afplánun innan fangelsismúranna þar sem hann hefur gerst brotlegur við skilmála reynslulausnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×