Innlent

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur í Reyðarfirði

MYND/Vilhelm

Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið í Neskaupstað en einn slapp ómeiddur þegar tveir fólksbílar skullu saman á þjóðveginum innst í Reyðarfirði í morgun.

Bílarnir komu úr gagnstæðum áttum þannig að áreksturinn var mjög harður. Loka þurfti veginum um stund á meðan björgunarmenn voru að athafna sig á vettvangi. Mennirnir tveir eru ekki í lífshættu. Afleitt veður var þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×