Innlent

Ók inn í snjóflóð á Ólafsfjarðarvegi

Björgunarsveitin Dalvík var kölluð út seint á fimmta tímanum í nótt vegna bíls sem sat fastur í snjóflóði er fallið hafði á Ólafsfjarðarveg.

Fram kemur á vef Landsbjargar að einn maður hafi verið í bílnum en hann varð ekki fyrir flóðinu þegar það féll heldur ók inn í það og sat fastur. Samkvæmt lýsingum Dalvíkurmanna var skyggni á svæðinu skelfilegt en vel gekk að ná bílnum úr flóðinu og var honum fylgt til Dalvíkur að því loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×