Innlent

Ekkert ferðaveður á norðanverðum Vestfjörðum

Vegagerðin segir nú stórhríð á norðanverðum Vestfjörðum og færð sé óðum að spillast. Ekki sé gert ráð fyrir að það verði ferðaveður þar í kvöld.

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum eins og víðast hvar á

Suðurlandi. Þá er hálka á flestum leiðum á Vesturlandi og skafrenningur á

Fróðárheiði.

Á Norðurlandi er víða nokkur hálka og farið er að snjóa með

norðausturströndinni. Á Austurlandi er sömuleiðis hálka á flestum leiðum

til landsins en hálkublettir með ströndinni.

Vegagerðin beinir því til ferðalanga að vegir eru víðast hvar ekki mokaðir seint á kvöldin eða yfir nóttina og því ætti fólk að varast að vera á ferð á vegum úti eftir að þjónustu lýkur nema útlit sé fyrir mjög gott veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×