Innlent

Gæsluvarðhald staðfest

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands

Gæsluvarðhald yfir Litháunum tveimur sem dæmdir voru nýlega í fimm ára fangelsi fyrir hrottalega tilraun til nauðgunar í húsasundi við Laugaveg hefur verið framlengt.

Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan brotið var framið en sú vist kemur til frádráttar frá þeim tíma sem þeir þurfa að afplána. Gæsluvarðhaldið yfir þeim rann út sama dag og dómurinn féll en þess var krafist og á það féllst héraðsdómur að mennirnir myndu sitja inni á meðan áfrýjunarferli í Hæstarétti stendur.

Þetta kærðu mennirnir og vildu ganga frjálsir á meðan Hæstiréttur hefur málið til umfjöllunar. Hæstiréttur staðfesti hins vegar úrskurð héraðsdóm um gæsluvarðhaldið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×