Innlent

Meðalaun á mánuði um 300 þúsund árið 2006

Laun fullvinnandi launamanna á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 297 þúsund krónur árið 2006 samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Heildarlaun, það er bæði reglulegar og óreglulegar greiðslur, námu hins vegar 383 þúsundum á mánuði.

Til samanburðar voru algengustu heildarlaun árið 1998 á bilinu 95 til 145 þúsund krónur og var um þriðjungur launamanna með laun á því bilin. Algengustu heildarlaun árið 2006 voru hins vegar 245-295 þúsund krónur og voru 18 prósent launamanna með laun á því bili.

Tölur Hagstofunnar sýna enn fremur að heildarlaun voru hæst í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og almannatryggingum á árinu 2006, eða um 530 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Lægst voru þau hins vegar í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, eða 337 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×