Sakfelldur fyrir að villa um fyrir lögreglu eftir að hafa skotið hreindýr 30. janúar 2008 15:05 Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa auðkennt hreindýrstarf, sem hann hafði skotið, með merki Umhverfisstofnunar til þess að villa um fyrir lögreglu og fyrir að hafa verið við veiðar án skotvopnaleyfis. Maðurinn var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa skotið tarfinn í heimldarleysi. Lögregla greip manninn eftir að hafa fengið tilkynningu um að menn væru að hreindýraveiðum í heimildarleysi á girtu landi í sveitarfélaginu Hornafirði. Maðurinn viðurkenndi að hafa skotið tarfinn en sagðist hafa gert það vegna þess að tarfurinn hafi verið illa særður. Fékk sá framburður stuðning í framburði vitna og dýralæknis. Komst dómurinn því með hliðsjón af lögum og reglugerðum að ekki væri skylda að tilkynna um særð dýr heldur skylda að aflífa slík dýr strax. Því taldist maðurinn ekki hafa verið á veiðum og ekki brotið gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Maðurinn viðurkenndi hins vegar að hann væri ekki með skotvopnaleyfi og var hann sakfelldur fyrir það. Þá var hann enn fremur sakfelldur fyrir að hafa auðkennt skrokk hreindýrstarfsins í blekkingarskyni með opinberu merki Umhverfisstofnunar. Maðurinn viðurkenndi að hafa sett merkið á dýrið þegar lögregla nálgaðist hann og taldi dómurinn því hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði auðkennt hreindýrstarfinn í blekkingarskyni og að fyrir honum hafi vakað að koma í veg fyrir frekari afskipti lögreglu af málinu. Þótti 30 daga fangelsi, sem skilorðsbundið er til tveggja ára, hæfileg refsing og var hreindýrsskrokkurinn gerður upptækur með dómnum. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa auðkennt hreindýrstarf, sem hann hafði skotið, með merki Umhverfisstofnunar til þess að villa um fyrir lögreglu og fyrir að hafa verið við veiðar án skotvopnaleyfis. Maðurinn var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa skotið tarfinn í heimldarleysi. Lögregla greip manninn eftir að hafa fengið tilkynningu um að menn væru að hreindýraveiðum í heimildarleysi á girtu landi í sveitarfélaginu Hornafirði. Maðurinn viðurkenndi að hafa skotið tarfinn en sagðist hafa gert það vegna þess að tarfurinn hafi verið illa særður. Fékk sá framburður stuðning í framburði vitna og dýralæknis. Komst dómurinn því með hliðsjón af lögum og reglugerðum að ekki væri skylda að tilkynna um særð dýr heldur skylda að aflífa slík dýr strax. Því taldist maðurinn ekki hafa verið á veiðum og ekki brotið gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Maðurinn viðurkenndi hins vegar að hann væri ekki með skotvopnaleyfi og var hann sakfelldur fyrir það. Þá var hann enn fremur sakfelldur fyrir að hafa auðkennt skrokk hreindýrstarfsins í blekkingarskyni með opinberu merki Umhverfisstofnunar. Maðurinn viðurkenndi að hafa sett merkið á dýrið þegar lögregla nálgaðist hann og taldi dómurinn því hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði auðkennt hreindýrstarfinn í blekkingarskyni og að fyrir honum hafi vakað að koma í veg fyrir frekari afskipti lögreglu af málinu. Þótti 30 daga fangelsi, sem skilorðsbundið er til tveggja ára, hæfileg refsing og var hreindýrsskrokkurinn gerður upptækur með dómnum.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira