Mæður misnotaðra stúlkna vilja Guðmund í sextán ára fangelsi 30. janúar 2008 10:13 Guðmundur Jónsson, kenndur við Byrgið, og Helga Haraldsdóttir eiginkona hans. Mæður þriggja stúlkna sem kærðu Guðmund Jónsson í Byrginu fyrir kynferðislega misnotkun vilja að hann fái sextán ára fangelsi fyrir brot sitt. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Kompási, sem sýndur var í gærkvöld. Guðmundur hefur verið ákærður fyrir brot gegn fjórum stúlkum, en samkvæmt almennum hegningarlögum getur hann vænst sex ára fangelsis að hámarki. Mæður stúlknanna segja að eiginkona Guðmundar hafi tekið þátt í brotunum með honum og vilja að hún verði einnig látin svara til saka. Eiginkona Guðmundar hefur þó ekki verið ákærð. Mæður stúlknanna segja að þrátt fyrir fögur loforð stjórnvalda hafi lítið verið gert fyrir dætur þeirra. Þær hafi ekki fengið þá meðferð á vegum heilbrigðisyfirvalda sem vænst var. Þær segja að dætur sínar hafi verið hundsaðar af heilbrigðis- og félagsmálayfirvöldum og jafnvel mætt fordómum þar. Oddrún Hulda Einarsdóttir, móðir Ólafar Óskar Erlendsdóttur, segir hana hafa óskað eftir að fá að leggjast inn á geðdeild og verið hafnað. Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir með mæðrunum. „Það hefur ekkert verið gert fyrir þetta fólk - ekki nokkur skapaður hlutur," segir Sveinn. Matthías Halldórsson, sem gegndi embætti landlæknis í fjarveru Sigurðar Guðmundssonar, segist hins vegar vera ánægður með störf sérfræðinefndar, undir formennsku Bjarna Össurarsonar geðlæknis, sem stofnuð var eftir að Byrgismálið kom upp. Hann segir enga kvörtun hafa borist til landlæknis vegna starfa geðheilbrigðisstofnana í þessu máli. Hægt er að sjá innslög úr þættinum á vefsvæði Kompáss. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Mæður þriggja stúlkna sem kærðu Guðmund Jónsson í Byrginu fyrir kynferðislega misnotkun vilja að hann fái sextán ára fangelsi fyrir brot sitt. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Kompási, sem sýndur var í gærkvöld. Guðmundur hefur verið ákærður fyrir brot gegn fjórum stúlkum, en samkvæmt almennum hegningarlögum getur hann vænst sex ára fangelsis að hámarki. Mæður stúlknanna segja að eiginkona Guðmundar hafi tekið þátt í brotunum með honum og vilja að hún verði einnig látin svara til saka. Eiginkona Guðmundar hefur þó ekki verið ákærð. Mæður stúlknanna segja að þrátt fyrir fögur loforð stjórnvalda hafi lítið verið gert fyrir dætur þeirra. Þær hafi ekki fengið þá meðferð á vegum heilbrigðisyfirvalda sem vænst var. Þær segja að dætur sínar hafi verið hundsaðar af heilbrigðis- og félagsmálayfirvöldum og jafnvel mætt fordómum þar. Oddrún Hulda Einarsdóttir, móðir Ólafar Óskar Erlendsdóttur, segir hana hafa óskað eftir að fá að leggjast inn á geðdeild og verið hafnað. Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir með mæðrunum. „Það hefur ekkert verið gert fyrir þetta fólk - ekki nokkur skapaður hlutur," segir Sveinn. Matthías Halldórsson, sem gegndi embætti landlæknis í fjarveru Sigurðar Guðmundssonar, segist hins vegar vera ánægður með störf sérfræðinefndar, undir formennsku Bjarna Össurarsonar geðlæknis, sem stofnuð var eftir að Byrgismálið kom upp. Hann segir enga kvörtun hafa borist til landlæknis vegna starfa geðheilbrigðisstofnana í þessu máli. Hægt er að sjá innslög úr þættinum á vefsvæði Kompáss.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira