Innlent

Flutningabíll valt í Ísafjarðardjúpi

Björgunarsveitir frá Ísafirði og Súðavík voru kallaðar út í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að flutningabíll hefði oltið innarlega í Ísafjarðardjúpi, en þá var veður afleitt og ófærð á veginum.

Áður en björgunarmennnirnir kæmu á vettvang fékk ökumaður far með öðrum bíl inn í Reykjanes, innst í Djúpinu og var þá ákveðið að senda sjúkrabíl frá Hólmavík eftir honum, þar sem hann var meiddur.

Hann komst hinsvegar ekki frá í Reykjanes í nótt vegna ófærðar og er ökumaðurinn þar enn. Hann verður sóttur við fyrsta tækifæri og fluttur til læknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×