Innlent

Tveir grímuklæddir og vopnaðir frömdu rán í Hraunbæ

Tveir grímuklæddir menn, vopnaðir hnífum, frömdu rán í Select í Hraunbæ á tólfta tímanum í gærkvöldi og komust undan.

Þeir höðfu á brott með sér peninga, tóbak og símakort. Lögregla leitar þeirra. Í gærdag framdi ungur maður rán í söluturni Atlantsolíu í Kópavogi. Hann ógnaði þar afgreiðslustúlku og hafði á brott með sér peninga. Hann náðist skömmu síðar í bíl með félaga sínum. Þeir voru báðir í annarlegu ástandi, en þýfinu var komið til skila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×