Innlent

ÞSSÍ gefur tvær þjónustumiðstöðvar á Srí Lanka

Þjónustumiðstöðin í Niwella.
Þjónustumiðstöðin í Niwella.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands afhenti í þessum mánuði tvær þjónustumiðstöðvar við löndunarstaði til fiskimannasamfélaga á Srí Lanka, annars vegar í Beruwalla á suðvesturströndinni og hins vegar í Nilwella á suðurodda eyjunnar.

Fram kemur í tilkynningu frá Þróunarsamvinnustofnun að hægt verði að nota aðra þjónustumiðstöðina m.a. til fundahalda og sem stjórnstöð samvinnufélags fiskimannasamfélagsins. „Samvinnufélagið gefur möguleika á örlánum þar sem það gengur í ábyrgð fyrir einstaklinga sem vilja fjárfesta í framleiðsluþáttum eða þjónustu, hvort heldur um er að ræða kaup á mótor á fiskibát eða stofnun verslunar til þjónustu fyrir samfélagið. Einnig hafa verið hugmyndir uppi um að nota húsnæði fyrir leikskóla, bókasafn ásamt ýmiss konar félagsstarfi," segir Gunnar Þórðarson, verkefnastjóri ÞSSÍ á Srí Lanka.

Í Nilwella var stjórnvöldum á Srí Lanka færð að gjöf loftskeytastöð sem er öryggisatriði fyrir útilegubáta sem gerðir eru út frá staðnum. Svæðið varð mjög illa úti í flóðbylgjunni 2004 en þá gjöreyðilagðist m.a. loftskeytastöð. Frá Nilwella eru gerðir út 67 útilegubátar og loftskeytastöðin er líflína sjómanna til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×