Innlent

Skotvopnaeign í morðinu á Sæbraut skoðuð

Ríkissaksóknari skoðar nú hvernig maður sem skaut annan mann til bana á Sæbraut síðastliðið sumar gat keypt morðvopnið án þess að hafa byssuleyfi. Gerandinn keypti byssuna í verslun í Reykjavík.

Móðir mannsins sem skotinn var til bana, gagnrýndi í fréttum Stöðvar 2 rannsókn málsins. Hún hélt því fram að bæði lögregla og skotvopnasali hefðu gert mistök þegar að manninum voru veitt vopnin án þess að hafa tilskilin leyfi. Vonast er til að fljótlega liggi fyrir hvort að frekar verði aðhafst í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×