Innlent

Bónus hvetur viðskiptavini á Seltjarnarnesi til að skoða strimla

Guðmundur Marteinsson
Guðmundur Marteinsson

Bónus hvetur þá sem lögðu leið sína í verslun fyrirtækisins á Seltjarnarnesi á þriðjudag til að skoða hvort 30% afsláttur hafi skilað sér af öllum vörum. Vegna rangrar forritunar tölvumanna virðist afsláttur ekki hafa skilað sér af öllum vörum einhvern hluta dagsins.

Um er að ræða þau tilvik þar sem starfsmenn skráðu inn tiltekinn fjölda vara og renndu svo einni vöru í gegn. Þá virðist í einhverjum tilvikum aðeins þessi eina vara hafa komið inn með afslætti.

,,Við erum miður okkar vegna þessa og ég hvet þá sem lögðu leið sína á útsöluna til okkar á Seltjarnarnesinu til að skoða hjá sér strimlana. Þessi mistök uppgötvuðust sem betur fer og hægt var að bregðast við en án efa hafa einhverjir verið snuðaðir um aflsáttinn af einhverjum vörum," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Hann hvetur fólk til að setja sig í samband við skrifstofu Bónus í Skútuvogi 13. Þar verði leyst úr öllum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×