Fleiri fréttir Undirbúningur miðast við 2+2 veg Samgönguráðherra segir undirbúning að breikkun Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Selfoss miðast við að svokölluð tveir plús tveir lausn verði valin. Ráðherrann vonast til að hægt verði að bjóða fyrsta áfangann út eftir eitt ár. 18.12.2007 18:49 Steypuflutningabíll valt í Reykjadal Steypuflutningabíll valt út af hringveginum í Reykjadal, skammt frá Einarsstöðum, um klukkan hálf átta í morgun. Bíllinn valt heilan hring og stöðvaðist svo skammt frá veginum. Bílstjórinn slasaðist en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. 18.12.2007 18:38 Sveitastjóranum í Grímsey sagt upp Sveitarstjóranum í Grímsey hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um stórfelld fjársvik. Grímseyjarhreppur íhugar að breyta stjórnsýslureglum sínum vegna málsins. 18.12.2007 18:30 Farbannsúrskurður í manndrápstilraunarmáli staðfestur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag farbannsúrskurð Hérðaðsdóms Reykjaness yfir pólskum ríkisborgara sem grunaður er um tilraun til manndráps þann 8. nóvember síðastliðinn. 18.12.2007 18:20 Leikfangaverslanir í hart Lögmenn Toys'R'Us hafa sent bréf til leikfangaverslunarinnar Just4Kids og hóta aðgerðum ef Just4Kids hættir ekki að bera saman verð verslananna tveggja í auglýsingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Just4Kids. Þar kemur einnig fram að lögmenn Toys-R-Us krefjist þess einnig að því verði haldið fram að verðið í Just4Kids sé "miklu, miklu lægra en í Toys-R-Us". 18.12.2007 17:24 Varað við flóði í Austari-Jökulsá Mælar frá Vatnamælingum gefa til kynna að flóð sé í vændum í Austari-Jökulsá í Skagafirði á næstu klukkustundum. Búist er við háu flóði en þó ekki jafn háu og kom í desember á síðasta ári. 18.12.2007 17:13 Braut tönn í dyraverði Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar og var önnur í Týsheimilinu. Þar lenti dyravörður í átökum við einn af gestum staðarins sem endaði með því að ein tönn í honum brotnaði. 18.12.2007 16:35 Boeing 757 á lágflugi yfir Reykjavík Árvökulir Reykvíkingar urðu varir við Boeing 757 vél á vegum Icelandair, sem flaug lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli fyrir stundu. 18.12.2007 16:19 Samþykkt að selja hlut Hafnarfjarðar í HS til Orkuveitunnar Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að selja nær allan hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur. 18.12.2007 16:01 Yfir 300 þúsund lítrar af jólabjór renna ofan í landann Reikna má með að yfir 300 þúsund lítrar af innlendum og erlendum jólabjór renni ofan í landann fyrir þessi jól. Mjöðurinn fer brátt að verða uppseldur að sögn innkaupastjóra ÁTVR. 18.12.2007 15:44 „Þetta er þitt síðasta verk“ Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bæði hóta lögreglumanni og slá til hans ásamt því að valda skemmdum í fangaklefa hjá lögreglunni í Neskaupstað. 18.12.2007 15:12 Verðmæti brottkasts á þorski og ýsu 700 milljónir kr. á ári Verðmæti brottkasts á þorski og ýsu á síðustu árum nam um 700 milljónum kr. að meðaltali á ári. Þetta kemur m.a. fram í nýju riti Hafrannsóknarstofunnar um brottkastið. Ef tekið er tímabilið frá 2001 til 2006 nemur verðmæti þorsks og ýsu sem hent var yfir fjórum milljörðum kr. 18.12.2007 14:30 LÝSI fær leyfi til lyfjaframleiðslu Fyrirtækið LÝSI hefur fengið leyfi til lyfjaframleiðslu hér á landi frá Lyfjastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 18.12.2007 14:24 Neitaði að yfirgefa skemmtistað Karlmaður, sem var handtekinn fyrir að neita að yfirgefa skemmtistað þegar verið var að loka staðnum, var í hópi 25 manna sem brutu gegn lögreglusamþykkt um helgina. 18.12.2007 13:37 Milljónatjón hjá Orkuveitunni í óveðri Milljónatjón hefur orðið á ljósabúnaði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu í óveðri undanfarinna daga 18.12.2007 13:32 Ólafur Ragnar í umræðuþætti um loftlagsmál á CNN Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók í morgun þátt í umræðuþætti á heimsrás CNN þar sem meðal annars var rætt um loftlagsmál. 18.12.2007 13:11 Vasaþjófar rændu konu aleigunni á Laugavegi Ragnheiður Guðjónsdóttir lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu í gær að vasaþjófar rændu af henni peningaveskinu í verslun á Laugaveginum. Í veskinu var aleiga Ragnheiðar, en hún notar ekki greiðslukort og hafði tekið út um 30 þúsund krónur í bankanum og hugðist hún láta þá duga til jóla. 18.12.2007 13:04 Ýjar að því að REI-mál hafi verið pöntuð árás á Vilhjálm Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins gerir stólpagrín að Sjálfstæðismönnum í pistli á heimasíðu sinni í nótt. 18.12.2007 12:45 Þörf á skýrari reglum um farbannsúrskurði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að menn sem séu í farbanni þurfi að tilkynna sig með reglulegum hætti hjá lögreglu. 18.12.2007 12:36 Tekist á um bætur vegna Varmárslyss þegar skýrsla liggur fyrir Tekist verður á um hver eða hverjir eigi að greiða hverjum bætur þegar skýrsla Veiðimálastofnunar um mengunarslysið í Varmá í Hveragerði verður lögð fram. 18.12.2007 12:30 HA fær árangurstengt rannsóknarfé Tímamótasamningur var undirritaður í morgun milli menntamálaráðuneytisins og Háskólans á Akureyri. Ráðuneytið veitir skólanum aukið rannsóknafé en skilyrðir framlögin við árangur. 18.12.2007 12:15 Borleyfi á Drekasvæði boðin út eftir ár Leyfi til að rannsaka og bora eftir olíu og gasi á Drekasvæðinu svokallaða verða boðin út hinn 15. janúar eftir rúmt ár. Bæði innlend og erlend félög hafa sýnt áhuga á þessum leyfum. 18.12.2007 12:11 Farbannsmenn flýja á fölsuðum skilríkjum Heimildir Vísis herma að Pólverjarnir sem grunaðir voru um nauðgun á Selfossi og settir voru í farbann í kjölfarið hafi komist úr landi undir fölsku nafni. 18.12.2007 12:03 Skriður og grjóthrun á Vestfjörðum í gærkvöld Fjögur ungmenni sluppu ómeidd þegar aurskirða féll á bíl þeirra á þjóðveginum í Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals í gærkvöldi. Grjót hrundi á Óshlíðarveg og krapaskriður á þjóðveginn í Djúpi. 18.12.2007 12:00 Fjórir af hverjum tíu kaupa dýrari gjafir en þeir vilja Tveir af hverjum þremur kannast við að hafa fengið gjöf sem þeir hafa ekki not fyrir. Þeir kannast einnig við að hafa ekki skipt henni vegna tillitssemi við gefandann. 18.12.2007 11:49 Ráðherra vill skoða rafrænt eftirlit með farbannsbrotahöfum Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er á þeirri skoðun að skylda eigi þá sem úrskurðaðir hafa verið í farbann til þess að skrá sig á lögreglustöð á hverjum degi. Hann segir einnig að taka eigi til skoðunar möguleikann á rafrænu eftirliti í viðurlagakerfi lögreglu og fangelsisyfirvalda. 18.12.2007 11:00 Furðar sig á skýringum úr Laugardalslaug Ragnar Karl Ingason, sem ásamt unnustu sinni hafði umsjón með litlu stelpunni sem skaðaði fingurinn á sér í Laugardalslaug, furðar sig á þeim skýringum sem forsvarsmenn laugarinnar hafa gefið, bæði lögreglunni og í fréttum. 18.12.2007 10:45 Endurskinsmerki í stað sælgætis við afgreiðslukassana Neytendasamtökin hvetja eigendur matvöruverslana til að fjarlæga eitthvað af sælgætinu við afgreiðslukassana og koma þar fyrir endurskinsmerkjum. 18.12.2007 10:43 Helmingi fleiri líkamsárásir skráðar í nóvember í ár en í fyrra Rúmlega helmingi fleiri líkamsárásir voru skráðar hjá lögreglunni í landinu í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. 18.12.2007 10:29 Aflaverðmæti eykst um sjö prósent milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um fjóra milljarða eða tæp sjö prósent á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 18.12.2007 09:18 Veröld Ásgeirs Ásgeir Lýðsson er tæplega tveggja ára strákur frá Selfossi sem þjáist af nýrnasjúkdómi og litningagalla. Seinkun á tauga- og hreyfiþroska hamlar Ásgeiri bæði andlega og líkamlega. Hann hefur á tímabilum vaxið hægt, en tekur svo þroskakippi og fer sífellt fram. Hann er þó langt á eftir jafnöldrum sínum. 18.12.2007 09:18 Neysluútgjöld heimilanna aukast milli ára Neysluútgjöld heimilanna hafa aukist um tæp átta prósent á milli tímabilanna 2003-2005 og 2004-2006 samkvæmt samantekt sem birt er á heimasíðu Hagstofunnar,. 18.12.2007 09:08 Ísland í sjötta sæti miðað við kaupmátt Ísland lendir í sjötta sæti þegar ríkustu Evrópulöndin eru talin ef miðað er við kaupmátt landsframleiðslu. Við höfum fallið um tvö sæti miðað við listann í fyrra en það er Evrópska hagstofan Eurostat sem gefur listann út árlega. 18.12.2007 08:32 Bíll lenti í aurskriðu í Eyrarhlíð Aurskirða féll á bíl fjögurra ungmenna á þjóðveginum í Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals á tíunda tímanum í gær. Þau komust út úr bílnum og hlupu yfir skriðuna þar sem þau komust í annan bíl og sakaði þau ekki. Skriðan var um 50 metra breið og tveir metrar á dýpt þar sem mest var. Veginum var lokað og féllu þrjár skriður á hann til viðbótar í nótt. 18.12.2007 07:03 Bifreið var ekið í aurskriðu á Eyrarhlíð Bifreið var ekið í aurskriðu á Eyrarhlíð um tíu leitið í kvöld. Aurskriðan féll á Hnífsdalsveg skömmu áður eða um klukkan 21:17 í kvöld. Skriðan fór yfir veginn sem hefur nú verið lokað. 17.12.2007 22:17 Sá týndi er fundinn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir í dag er fundinn. Hans hafði verið saknað síðan seinnipartinn í gær en kom í leitirnar eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum. 17.12.2007 21:23 Lyf og heilsa styður Ellu Dís Starfsfólk Lyf og heilsu afhenti í dag fjölskyldu Ellu Dísar Laurens 100 þúsund krónur sem á að létta á þeim lífið nú yfir jólin. Áður hafði fiksbúðakeðjan Fiskisaga gefið fjölskyldunni 50 þúsund krónur. 17.12.2007 18:55 Tvísýnt að stúlkan haldi fingrinum Móðir stúlku sem missti fingur við sundlaugarbakka í Laugardagslauginni um helgina íhugar að höfða mál á hendur Reykjavíkurborg vegna slyssins. Lítil von er að stúlkan haldi fingrinum þrátt fyrir margra klukkustunda aðgerð. 17.12.2007 18:42 Þjórsá virkjuð fyrir 400 manna verksmiðju í Þorlákshöfn Ítalska fyrirtækið Becromal og Landsvirkjun hafa undirritað viljayfirlýsingu um orkusölu til verksmiðju í Þorlákshöfn, sem hreinsar kísil fyrir sólarrafala. Verksmiðjan þarf fjögurhundruð manna starfslið en stefnt er að því að hún taki til starfa eftir tvö ár. 17.12.2007 18:21 24 umferðaróhöpp síðan í morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið 24 tilkynningar um umferðaróhöpp síðan í morgun. Það er yfir meðallagi en útskýrist að sögn lögreglu af mikilli umferð og vondu veðri. 17.12.2007 19:38 Sniglar vilja 2+2 veg Umferðarnefnd Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla, undrast ummæli Rögnvalds Jónssonar, eins reyndasta vegaverkfræðings landsins, um ákvörðun stjórnvalda um 2+2 veg til Selfoss og Borgarness. 17.12.2007 19:16 Skipstjóri Axels: Segist hafa fengið ranga stefnu frá hafsögumanni Sjópróf fóru fram vegna strands flutningaskipsins Axels í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Skipstjórinn segist hafa fengið ranga stefnu frá hafsögumanni áður en skipið strandaði. 17.12.2007 18:51 Refir tífalt fleiri á Íslandi en fyrir 30 árum Fjöldi refa á Íslandi hefur tífaldast á síðustu þrjátíu árum. Meira fæðuframboð með fjölgun fugla er talin meginskýringin. 17.12.2007 18:47 Umferðarráð telur 2+1 veg betri kost Umferðarráð telur mesta fækkun alvarlegra umferðarslysa nást með því að leggja svokallaðan tvo plús einn veg út frá Reykjavík til Selfoss og Borgarness fremur en fjögurra akreina hraðbraut. 17.12.2007 18:28 Borað undir Elliðaár Óvenjuleg borun fer fram þessa dagana við ósa Elliðaánna í Reykjavík en verið er að bora undir árfarveginn. Tilgangurinn er að endurnýja helsta rafstreng höfuðborgarinnar. 17.12.2007 18:26 Sjá næstu 50 fréttir
Undirbúningur miðast við 2+2 veg Samgönguráðherra segir undirbúning að breikkun Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Selfoss miðast við að svokölluð tveir plús tveir lausn verði valin. Ráðherrann vonast til að hægt verði að bjóða fyrsta áfangann út eftir eitt ár. 18.12.2007 18:49
Steypuflutningabíll valt í Reykjadal Steypuflutningabíll valt út af hringveginum í Reykjadal, skammt frá Einarsstöðum, um klukkan hálf átta í morgun. Bíllinn valt heilan hring og stöðvaðist svo skammt frá veginum. Bílstjórinn slasaðist en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. 18.12.2007 18:38
Sveitastjóranum í Grímsey sagt upp Sveitarstjóranum í Grímsey hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um stórfelld fjársvik. Grímseyjarhreppur íhugar að breyta stjórnsýslureglum sínum vegna málsins. 18.12.2007 18:30
Farbannsúrskurður í manndrápstilraunarmáli staðfestur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag farbannsúrskurð Hérðaðsdóms Reykjaness yfir pólskum ríkisborgara sem grunaður er um tilraun til manndráps þann 8. nóvember síðastliðinn. 18.12.2007 18:20
Leikfangaverslanir í hart Lögmenn Toys'R'Us hafa sent bréf til leikfangaverslunarinnar Just4Kids og hóta aðgerðum ef Just4Kids hættir ekki að bera saman verð verslananna tveggja í auglýsingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Just4Kids. Þar kemur einnig fram að lögmenn Toys-R-Us krefjist þess einnig að því verði haldið fram að verðið í Just4Kids sé "miklu, miklu lægra en í Toys-R-Us". 18.12.2007 17:24
Varað við flóði í Austari-Jökulsá Mælar frá Vatnamælingum gefa til kynna að flóð sé í vændum í Austari-Jökulsá í Skagafirði á næstu klukkustundum. Búist er við háu flóði en þó ekki jafn háu og kom í desember á síðasta ári. 18.12.2007 17:13
Braut tönn í dyraverði Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar og var önnur í Týsheimilinu. Þar lenti dyravörður í átökum við einn af gestum staðarins sem endaði með því að ein tönn í honum brotnaði. 18.12.2007 16:35
Boeing 757 á lágflugi yfir Reykjavík Árvökulir Reykvíkingar urðu varir við Boeing 757 vél á vegum Icelandair, sem flaug lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli fyrir stundu. 18.12.2007 16:19
Samþykkt að selja hlut Hafnarfjarðar í HS til Orkuveitunnar Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að selja nær allan hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur. 18.12.2007 16:01
Yfir 300 þúsund lítrar af jólabjór renna ofan í landann Reikna má með að yfir 300 þúsund lítrar af innlendum og erlendum jólabjór renni ofan í landann fyrir þessi jól. Mjöðurinn fer brátt að verða uppseldur að sögn innkaupastjóra ÁTVR. 18.12.2007 15:44
„Þetta er þitt síðasta verk“ Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bæði hóta lögreglumanni og slá til hans ásamt því að valda skemmdum í fangaklefa hjá lögreglunni í Neskaupstað. 18.12.2007 15:12
Verðmæti brottkasts á þorski og ýsu 700 milljónir kr. á ári Verðmæti brottkasts á þorski og ýsu á síðustu árum nam um 700 milljónum kr. að meðaltali á ári. Þetta kemur m.a. fram í nýju riti Hafrannsóknarstofunnar um brottkastið. Ef tekið er tímabilið frá 2001 til 2006 nemur verðmæti þorsks og ýsu sem hent var yfir fjórum milljörðum kr. 18.12.2007 14:30
LÝSI fær leyfi til lyfjaframleiðslu Fyrirtækið LÝSI hefur fengið leyfi til lyfjaframleiðslu hér á landi frá Lyfjastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 18.12.2007 14:24
Neitaði að yfirgefa skemmtistað Karlmaður, sem var handtekinn fyrir að neita að yfirgefa skemmtistað þegar verið var að loka staðnum, var í hópi 25 manna sem brutu gegn lögreglusamþykkt um helgina. 18.12.2007 13:37
Milljónatjón hjá Orkuveitunni í óveðri Milljónatjón hefur orðið á ljósabúnaði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu í óveðri undanfarinna daga 18.12.2007 13:32
Ólafur Ragnar í umræðuþætti um loftlagsmál á CNN Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók í morgun þátt í umræðuþætti á heimsrás CNN þar sem meðal annars var rætt um loftlagsmál. 18.12.2007 13:11
Vasaþjófar rændu konu aleigunni á Laugavegi Ragnheiður Guðjónsdóttir lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu í gær að vasaþjófar rændu af henni peningaveskinu í verslun á Laugaveginum. Í veskinu var aleiga Ragnheiðar, en hún notar ekki greiðslukort og hafði tekið út um 30 þúsund krónur í bankanum og hugðist hún láta þá duga til jóla. 18.12.2007 13:04
Ýjar að því að REI-mál hafi verið pöntuð árás á Vilhjálm Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins gerir stólpagrín að Sjálfstæðismönnum í pistli á heimasíðu sinni í nótt. 18.12.2007 12:45
Þörf á skýrari reglum um farbannsúrskurði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að menn sem séu í farbanni þurfi að tilkynna sig með reglulegum hætti hjá lögreglu. 18.12.2007 12:36
Tekist á um bætur vegna Varmárslyss þegar skýrsla liggur fyrir Tekist verður á um hver eða hverjir eigi að greiða hverjum bætur þegar skýrsla Veiðimálastofnunar um mengunarslysið í Varmá í Hveragerði verður lögð fram. 18.12.2007 12:30
HA fær árangurstengt rannsóknarfé Tímamótasamningur var undirritaður í morgun milli menntamálaráðuneytisins og Háskólans á Akureyri. Ráðuneytið veitir skólanum aukið rannsóknafé en skilyrðir framlögin við árangur. 18.12.2007 12:15
Borleyfi á Drekasvæði boðin út eftir ár Leyfi til að rannsaka og bora eftir olíu og gasi á Drekasvæðinu svokallaða verða boðin út hinn 15. janúar eftir rúmt ár. Bæði innlend og erlend félög hafa sýnt áhuga á þessum leyfum. 18.12.2007 12:11
Farbannsmenn flýja á fölsuðum skilríkjum Heimildir Vísis herma að Pólverjarnir sem grunaðir voru um nauðgun á Selfossi og settir voru í farbann í kjölfarið hafi komist úr landi undir fölsku nafni. 18.12.2007 12:03
Skriður og grjóthrun á Vestfjörðum í gærkvöld Fjögur ungmenni sluppu ómeidd þegar aurskirða féll á bíl þeirra á þjóðveginum í Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals í gærkvöldi. Grjót hrundi á Óshlíðarveg og krapaskriður á þjóðveginn í Djúpi. 18.12.2007 12:00
Fjórir af hverjum tíu kaupa dýrari gjafir en þeir vilja Tveir af hverjum þremur kannast við að hafa fengið gjöf sem þeir hafa ekki not fyrir. Þeir kannast einnig við að hafa ekki skipt henni vegna tillitssemi við gefandann. 18.12.2007 11:49
Ráðherra vill skoða rafrænt eftirlit með farbannsbrotahöfum Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er á þeirri skoðun að skylda eigi þá sem úrskurðaðir hafa verið í farbann til þess að skrá sig á lögreglustöð á hverjum degi. Hann segir einnig að taka eigi til skoðunar möguleikann á rafrænu eftirliti í viðurlagakerfi lögreglu og fangelsisyfirvalda. 18.12.2007 11:00
Furðar sig á skýringum úr Laugardalslaug Ragnar Karl Ingason, sem ásamt unnustu sinni hafði umsjón með litlu stelpunni sem skaðaði fingurinn á sér í Laugardalslaug, furðar sig á þeim skýringum sem forsvarsmenn laugarinnar hafa gefið, bæði lögreglunni og í fréttum. 18.12.2007 10:45
Endurskinsmerki í stað sælgætis við afgreiðslukassana Neytendasamtökin hvetja eigendur matvöruverslana til að fjarlæga eitthvað af sælgætinu við afgreiðslukassana og koma þar fyrir endurskinsmerkjum. 18.12.2007 10:43
Helmingi fleiri líkamsárásir skráðar í nóvember í ár en í fyrra Rúmlega helmingi fleiri líkamsárásir voru skráðar hjá lögreglunni í landinu í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. 18.12.2007 10:29
Aflaverðmæti eykst um sjö prósent milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um fjóra milljarða eða tæp sjö prósent á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 18.12.2007 09:18
Veröld Ásgeirs Ásgeir Lýðsson er tæplega tveggja ára strákur frá Selfossi sem þjáist af nýrnasjúkdómi og litningagalla. Seinkun á tauga- og hreyfiþroska hamlar Ásgeiri bæði andlega og líkamlega. Hann hefur á tímabilum vaxið hægt, en tekur svo þroskakippi og fer sífellt fram. Hann er þó langt á eftir jafnöldrum sínum. 18.12.2007 09:18
Neysluútgjöld heimilanna aukast milli ára Neysluútgjöld heimilanna hafa aukist um tæp átta prósent á milli tímabilanna 2003-2005 og 2004-2006 samkvæmt samantekt sem birt er á heimasíðu Hagstofunnar,. 18.12.2007 09:08
Ísland í sjötta sæti miðað við kaupmátt Ísland lendir í sjötta sæti þegar ríkustu Evrópulöndin eru talin ef miðað er við kaupmátt landsframleiðslu. Við höfum fallið um tvö sæti miðað við listann í fyrra en það er Evrópska hagstofan Eurostat sem gefur listann út árlega. 18.12.2007 08:32
Bíll lenti í aurskriðu í Eyrarhlíð Aurskirða féll á bíl fjögurra ungmenna á þjóðveginum í Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals á tíunda tímanum í gær. Þau komust út úr bílnum og hlupu yfir skriðuna þar sem þau komust í annan bíl og sakaði þau ekki. Skriðan var um 50 metra breið og tveir metrar á dýpt þar sem mest var. Veginum var lokað og féllu þrjár skriður á hann til viðbótar í nótt. 18.12.2007 07:03
Bifreið var ekið í aurskriðu á Eyrarhlíð Bifreið var ekið í aurskriðu á Eyrarhlíð um tíu leitið í kvöld. Aurskriðan féll á Hnífsdalsveg skömmu áður eða um klukkan 21:17 í kvöld. Skriðan fór yfir veginn sem hefur nú verið lokað. 17.12.2007 22:17
Sá týndi er fundinn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir í dag er fundinn. Hans hafði verið saknað síðan seinnipartinn í gær en kom í leitirnar eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum. 17.12.2007 21:23
Lyf og heilsa styður Ellu Dís Starfsfólk Lyf og heilsu afhenti í dag fjölskyldu Ellu Dísar Laurens 100 þúsund krónur sem á að létta á þeim lífið nú yfir jólin. Áður hafði fiksbúðakeðjan Fiskisaga gefið fjölskyldunni 50 þúsund krónur. 17.12.2007 18:55
Tvísýnt að stúlkan haldi fingrinum Móðir stúlku sem missti fingur við sundlaugarbakka í Laugardagslauginni um helgina íhugar að höfða mál á hendur Reykjavíkurborg vegna slyssins. Lítil von er að stúlkan haldi fingrinum þrátt fyrir margra klukkustunda aðgerð. 17.12.2007 18:42
Þjórsá virkjuð fyrir 400 manna verksmiðju í Þorlákshöfn Ítalska fyrirtækið Becromal og Landsvirkjun hafa undirritað viljayfirlýsingu um orkusölu til verksmiðju í Þorlákshöfn, sem hreinsar kísil fyrir sólarrafala. Verksmiðjan þarf fjögurhundruð manna starfslið en stefnt er að því að hún taki til starfa eftir tvö ár. 17.12.2007 18:21
24 umferðaróhöpp síðan í morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið 24 tilkynningar um umferðaróhöpp síðan í morgun. Það er yfir meðallagi en útskýrist að sögn lögreglu af mikilli umferð og vondu veðri. 17.12.2007 19:38
Sniglar vilja 2+2 veg Umferðarnefnd Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla, undrast ummæli Rögnvalds Jónssonar, eins reyndasta vegaverkfræðings landsins, um ákvörðun stjórnvalda um 2+2 veg til Selfoss og Borgarness. 17.12.2007 19:16
Skipstjóri Axels: Segist hafa fengið ranga stefnu frá hafsögumanni Sjópróf fóru fram vegna strands flutningaskipsins Axels í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Skipstjórinn segist hafa fengið ranga stefnu frá hafsögumanni áður en skipið strandaði. 17.12.2007 18:51
Refir tífalt fleiri á Íslandi en fyrir 30 árum Fjöldi refa á Íslandi hefur tífaldast á síðustu þrjátíu árum. Meira fæðuframboð með fjölgun fugla er talin meginskýringin. 17.12.2007 18:47
Umferðarráð telur 2+1 veg betri kost Umferðarráð telur mesta fækkun alvarlegra umferðarslysa nást með því að leggja svokallaðan tvo plús einn veg út frá Reykjavík til Selfoss og Borgarness fremur en fjögurra akreina hraðbraut. 17.12.2007 18:28
Borað undir Elliðaár Óvenjuleg borun fer fram þessa dagana við ósa Elliðaánna í Reykjavík en verið er að bora undir árfarveginn. Tilgangurinn er að endurnýja helsta rafstreng höfuðborgarinnar. 17.12.2007 18:26