Innlent

Endurskinsmerki í stað sælgætis við afgreiðslukassana

Neytendasamtökin hvetja eigendur matvöruverslana til að fjarlæga eitthvað af sælgætinu við afgreiðslukassana og koma þar fyrir endurskinsmerkjum.

Fjallað er skort á endurskinsmerkjum á heimasíðu samtakanna og bent er á að það sé ekki þrautalaust að finna slík merki sem séu mikilvæg nú í skammdeginu.

Neytendasamtökin segja að fljótu bragði virðist endurskinsmerki helst að finna í apótekum og á bensínstöðvum og þá hafi tryggingafélög dreift endurskinsmerkjum. Hins vegar átti Umferðastofa engin endurskinsmerki í fórum sínum þegar Neytendasamtökin höfðu samband.

Þá vantar endurskinsmerki í margar matvöruverslanir sem fyrr segir en Neytendasamtökin benda á að annar sjálfsagður „öryggisbúnaður" sé seldur við kassana, nefnilega verjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×