Innlent

Tekist á um bætur vegna Varmárslyss þegar skýrsla liggur fyrir

Tekist verður á um hver eða hverjir eigi að greiða hverjum bætur þegar skýrsla Veiðimálastofnunar um mengunarslysið í Varmá í Hveragerði verður lögð fram.

Samkomulag er um það með veiðiréttareigendum, Hveragerðisbæ, sem einnig á hlut af veiðiréttinum, og Stangveiðifélagi Reykjavíkur, sem hefur ána á leigu til næstu þriggja ára, að bíða skýrslunnar til vikuloka.

Ljóst er nú þegar að lífríki árinnar skaðaðist verulega þegar 800 lítrar af klór láku út í hana úr klórgeymi sundlaugarinnar í Hveragerði. Hins vegar er óljóst hversu mörg ár það verður að taka við sér en tekjur af veiðileyfum Stangveiðifélagsins af veiðimönnum eru 7 til 8 milljónir króna á ári. Þær munu hríðfalla strax á næsta ári. Það verði að skoðast sem hamfarir og til lækkunar á gjöldum til eigenda.

 

Þeir telja hins vegar að líta megi á samning félagsins við þá sem bindandi og á milli þessara sjónarmiða stendur svo skaðvaldurinn og að hluta eigandinn, Hveragerðisbær, sem gæti þurft að bæta öllum tjónið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×