Innlent

Borað undir Elliðaár

Óvenjuleg borun fer fram þessa dagana við ósa Elliðaánna í Reykjavík en verið er að bora undir árfarveginn. Tilgangurinn er að endurnýja helsta rafstreng höfuðborgarinnar.

Til að raska sem minnst lífríki árinnar var ákveðið að nota stefnustýrðan bor til að bora fyrir röri sem nýi strengurinn verður lagður í. Íslenskir aðalverktakar annast verkið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.

Þessi aðferð verður einnig notuð til að koma strengnum undir helstu umferðargötur en í stað þess að grafa göturnar í sundur og tefja fyrir umferð verður borað undir þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×