Innlent

Boeing 757 á lágflugi yfir Reykjavík

Frá Reykjavíkurflugvelli.
Frá Reykjavíkurflugvelli.

Árvökulir Reykvíkingar urðu varir við Boeing 757 vél á vegum Icelandair, sem flaug lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli fyrir stundu.

„Þetta var æfingaflug, sem er algengara í kringum Keflavíkurflugvöll en í Reykjavík," segir Hlynur Baldursson flugumsjónarmaður hjá Flugfélagi Íslands. Hann segir að verið sé að æfa aðstæður sem komi upp þegar ekki sé hægt að lenda.

Hlynur segir að þótt slíkt flug hafi ekki verið æft á Reykjavíkurflugvelli að undanförnu, hafi það verið nokkuð algengt áður. „Það er nú þetta sem bjargar, ef að fólk lendir alvöru hættu," segir Hlynur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×