Innlent

Neitaði að yfirgefa skemmtistað

Lögregla að störfum í miðbænum.
Lögregla að störfum í miðbænum. MYND/Eyþór Árnason

Karlmaður, sem var handtekinn fyrir að neita að yfirgefa skemmtistað þegar verið var að loka staðnum, var í hópi 25 manna sem brutu gegn lögreglusamþykkt um helgina.

Í þessum 25 manna hópi var aðeins ein kona. Meirihluti karlanna reyndist á þrítugsaldri, eða þrettán, en átta eru hins vegar undir tvítugu. Sex þeirra eru á aldrinum 14-16 ára en þeir voru færðir á lögreglustöð eftir hópslagsmál í Spönginni í Grafarvogi síðdegis á laugardag. Margir þeirra sem brutu gegn lögreglusamþykkt ákváðu að ljúka málinu með sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×