Innlent

Refir tífalt fleiri á Íslandi en fyrir 30 árum

Fjöldi refa á Íslandi hefur tífaldast á síðustu þrjátíu árum. Meira fæðuframboð með fjölgun fugla er talin meginskýringin.

Tófustofninn íslenski var í hvað mestri lægð á árunum 1973 til 1975 en þá er talið að aðeins um eitt þúsund dýr hafi verið í landinu. Nú er talið að refir á Íslandi séu um tíu þúsund. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag þar sem Páll Hersteinsson, prófessor í spendýrafræði, sat fyrir svörum. Skýringarnar segir Páll aukið fæðuframboð, einkum fjölgun fugla, sem refurinn lifi á. Þar muni mest um útbreiðslu fýls, sem hafi tífaldast, en einnig hafi gæsum og lóum fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×