Innlent

Þjórsá virkjuð fyrir 400 manna verksmiðju í Þorlákshöfn

Ítalska fyrirtækið Becromal og Landsvirkjun hafa undirritað viljayfirlýsingu um orkusölu til verksmiðju í Þorlákshöfn, sem hreinsar kísil fyrir sólarrafala. Verksmiðjan þarf fjögurhundruð manna starfslið en stefnt er að því að hún taki til starfa eftir tvö ár.

Sextán hektara lóð hefur verið tekin frá fyrir verksmiðjuna í útjaðri Þorlákshafnar og Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir menn mjög spennta fyrir verkefninu. Félagið Strokkur er samstarfsaðili Becromals hérlendis en þar er Eyþór Arnalds í forsvari.

Becromal vinnur einnig að undirbúningi álþynnuverksmiðju sem hefur rekstur á Akureyri á næsta ári. Eins og hún kallar verksmiðjan í Þorlákshöfn á mikla orku sem Landssvirkjun hyggst afla með nýjum virkjunum í Þjórsá, en miðað er við 150 megavött. Vinnuaflsþörf er svipuð og í álveri, um 400 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×