Ráðherra vill skoða rafrænt eftirlit með farbannsbrotahöfum Andri Ólafsson skrifar 18. desember 2007 11:00 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er á þeirri skoðun að skylda eigi þá sem úrskurðaðir hafa verið í farbann til þess að skrá sig á lögreglustöð á hverjum degi. Hann segir einnig að taka eigi til skoðunar möguleikann á rafrænu eftirliti í viðurlagakerfi lögreglu og fangelsisyfirvalda. Þetta kemur fram í svari Björns við fyrirspurn Vísis um farbannsúrræðið en tveir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að nauðgun á Selfossi hafa rofið farbann og flúið land undanfarna daga. Í kjölfarið hafa bæði sýslumaðurinn á Selfossi og lögreglustjórinn á Suðurnesjum bent á hversu erfitt sé að framfylgja úrskurðum um farbann þegar menn sem búsettir eru á Schengen-svæðinu eiga í hlut. "Dómstólar hér hafa til þessa ekki viljað fallast á kröfu um að setja menn í gæsluvarðhald á þeim grunni einum að viðkomandi sé útlendingur og án tengsla við landið. Annars staðar í Evrópu virðast dómstólar taka mið af slíkum rökum Eftir farbannsúrskurð er eðlilegt, að viðkomandi lögregla taki vegabréf af viðkomandi og skyldi hann til að skrá sig á lögreglustöð á hverjum degi. Hvað sem líður rafrænum eftirlitsbúnaði er gæsluvarðhald öruggasta úrræðið. Með nýrri tækni er eðlilegt að taka að nýju til skoðunar, hvort innleiða eigi rafrænt eftirlit í viðurlagakerfi lögreglu og fangelsisyfirvalda," segir í svari Björns til Vísis. Með svari sínu má segja að Björn taki undir orð Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns á Selfossi sem kallað hefur eftir svipuðum breytingum á farbannsúrræðinu. Ólafur Helgi segir þessar breytingar nauðsynlegar þar sem farbann sé "veikt úrræði". Í samtali við Vísi fagnaði hann hugmyndum dómsmálaráðherra og sagði þær í takt við þær nýju aðstæður sem lögregla búi nú við í kjölfar samkomulagsins um, Shengen-svæðið. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er á þeirri skoðun að skylda eigi þá sem úrskurðaðir hafa verið í farbann til þess að skrá sig á lögreglustöð á hverjum degi. Hann segir einnig að taka eigi til skoðunar möguleikann á rafrænu eftirliti í viðurlagakerfi lögreglu og fangelsisyfirvalda. Þetta kemur fram í svari Björns við fyrirspurn Vísis um farbannsúrræðið en tveir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að nauðgun á Selfossi hafa rofið farbann og flúið land undanfarna daga. Í kjölfarið hafa bæði sýslumaðurinn á Selfossi og lögreglustjórinn á Suðurnesjum bent á hversu erfitt sé að framfylgja úrskurðum um farbann þegar menn sem búsettir eru á Schengen-svæðinu eiga í hlut. "Dómstólar hér hafa til þessa ekki viljað fallast á kröfu um að setja menn í gæsluvarðhald á þeim grunni einum að viðkomandi sé útlendingur og án tengsla við landið. Annars staðar í Evrópu virðast dómstólar taka mið af slíkum rökum Eftir farbannsúrskurð er eðlilegt, að viðkomandi lögregla taki vegabréf af viðkomandi og skyldi hann til að skrá sig á lögreglustöð á hverjum degi. Hvað sem líður rafrænum eftirlitsbúnaði er gæsluvarðhald öruggasta úrræðið. Með nýrri tækni er eðlilegt að taka að nýju til skoðunar, hvort innleiða eigi rafrænt eftirlit í viðurlagakerfi lögreglu og fangelsisyfirvalda," segir í svari Björns til Vísis. Með svari sínu má segja að Björn taki undir orð Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns á Selfossi sem kallað hefur eftir svipuðum breytingum á farbannsúrræðinu. Ólafur Helgi segir þessar breytingar nauðsynlegar þar sem farbann sé "veikt úrræði". Í samtali við Vísi fagnaði hann hugmyndum dómsmálaráðherra og sagði þær í takt við þær nýju aðstæður sem lögregla búi nú við í kjölfar samkomulagsins um, Shengen-svæðið.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira