Innlent

24 umferðaróhöpp síðan í morgun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið 24 tilkynningar um umferðaróhöpp síðan í morgun. Það er yfir meðallagi en útskýrist að sögn lögreglu af mikilli umferð og vondu veðri.

Þrjú af þessum óhöppum urðu nú fyrir skömmu. Sex bíla árekstur varð við gatnamót Miklubrautar og Breiðagerðis. Einn ökumaður var flutur á slysadeild en hann kastaðist í framrúðu bifreiðar sinnar og slasaðist.

Þá varð annar árekstur á Sæbraut við Kirkjusand. Þá lentu saman tveir fólksbílar. Annar ökumaðurinn vankaðist nokkuð við áreksturinn.

Loks var ekið utan í gangandi vegfaranda við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×