Innlent

Ísland í sjötta sæti miðað við kaupmátt

Ísland lendir í sjötta sæti þegar ríkustu Evrópulöndin eru talin ef miðað er við kaupmátt landsframleiðslu. Við höfum fallið um tvö sæti miðað við listann í fyrra en það er Evrópska hagstofan Eurostat sem gefur listann út árlega.

Ísland er 30 prósent yfir meðaltalinu en í Lúxemborg, sem vermir efsta sætið er kaupmátturinn 180 prósent yfir meðaltali. Norðmenn eru í öðru sæti og Írar í því þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×