Innlent

Furðar sig á skýringum úr Laugardalslaug

Slysið varð í Laugardalslaug um helgina.
Slysið varð í Laugardalslaug um helgina.

Ragnar Karl Ingason, sem ásamt unnustu sinni hafði umsjón með litlu stelpunni sem skaðaði fingurinn á sér í Laugardalslaug, furðar sig á þeim skýringum sem forsvarsmenn laugarinnar hafa gefið, bæði lögreglunni og í fréttum. Forsvarsmenn laugarinnar segja að stúlkan hafi flækt fingurinn í sérstakan vír sem hafi verið við laugina til að halda uppi viðvörunarskilti. Stúlkan datt og við það skarst fingurinn af.

„Ég er agndofa yfir þessum skýringum, sem eru að öllu leyti rangar. Þarna var ekkert skilti og um það geta fjölmargir vitnað," segir Ragnar Karl. Hann var ásamt unnustu sinni og börnum þeirra í lauginni og stúlkan var í hópi með þeim. „Ég kom fyrstur að stúlkunni og sá alveg hvað hafði gerst. Stúlkan festi fingurinn í örmjóum vír sem notaður var til þess að halda skiltinu uppi. Það var búið að fjarlægja skiltið en hafði gleymst að fjarlægja vírinn. Ég náði svo í starfsmann laugarinnar og hann klippti niður vírinn fyrir framan mig, en þarna var ekkert skilti," ítrekar Ragnar.

Ragnar spyr sig hvort Reykjavíkurborg ætli sér virkilega að hvítþvo sig af þessu slysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×