Innlent

Skipstjóri Axels: Segist hafa fengið ranga stefnu frá hafsögumanni

Sjópróf fóru fram vegna strands flutningaskipsins Axels í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Skipstjórinn segist hafa fengið ranga stefnu frá hafsögumanni áður en skipið strandaði.

Það er einkum tekist á um tvennt í málinu. Anars vegar hvað hafi orsakað strandið og hins vegar hefur mikið verið fjallað um meinta óhlýðni vélstjóra sem neitaði um tíma að dæla sjó úr skipinu.

Við sjóprófin í dag sagði skipstjórinn Ágúst Ingi Sigurðsson og eini Íslendingurinn um borð, að ástæða þess að hann hefði steytt á skerinu 27.nóvember síðastliðinn skammt frá Hornafirði hefði verið sú að hann hefði fengið skipun frá hafnsögumanni um hvaða stefnu skyldi taka og hefði treyst þeim leiðbeiningum Nokkru síðar rakst skipið á skerið á miklum hraða.

Hafnsögumaðurinn á Hornafirði bar vitni í gegnum síma í sjóprófunum og er ekki ágreiningur milli skipstjórans og hans að hann hafi gefið fyrirmæli eftir að lóðsinn hafði fylgt skipinu út fyrsta spölinn. Hins vegar er það skipstjórinn sem ber ábyrð á för sinni og kom fram við rétarhöldin að skipstjórinn taldi ekki ástæðu til að rýna í sjókort eftir að stefnu skipsins var breytt. Skömmu síðar kom höggið.

Skipstjórinn hefur réttarstöðu grunaðs manns í málinu líkt og vélstjóri skipsins, Vladimir Latunov. Í fyrsta sinn í dag komu fram skýringar vélstjórans á því af hverju hann fór ekki strax að fyrirmælum skipstjórans um að dæla úr skipinu þegar það var á leið frá Fáskrúðsfirði til Akureyrar. Vélstjórinn sagði að sjórinn sem dæla átti út hefði veriðolíumengaður og það bryti í bága við mengunarsamþykktir að losa út olíu nema sérstaklega stæði á. Hann hefi viljað fá skrifleg tilmæli frá skipstjóranum um að dæla olíublandaða sjónum út en skipstjórinn heðfi neitað að verða við því. Það var svo ekki fyrr en utanaðkomandi aðilar höfðu afskipti af deilu þeirra sem málið leystist.

Skipstjórinn sagði að þótt Lanhelgisgæslan hefði sent menn og búnað um borð hefði aldrei nokkur nefnt það við hann að búið væri að taka stjórn skipsins yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×