Innlent

Braut tönn í dyraverði

Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar og var önnur í Týsheimilinu. Þar lenti dyravörður í átökum við einn af gestum staðarins sem endaði með því að ein tönn í honum brotnaði.

Hin árásin átti sér stað á veitingastaðnum Lundanum en í þvi tilviki lentu tveir gestir í átökum og hlaut annar þeirra manna áverka í andlti eftir þau viðskipti, segir í dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×