Innlent

Undirbúningur miðast við 2+2 veg

Samgönguráðherra segir undirbúning að breikkun Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Selfoss miðast við að svokölluð tveir plús tveir lausn verði valin. Ráðherrann vonast til að hægt verði að bjóða fyrsta áfangann út eftir eitt ár.

Umferðarráð telur mesta fækkun alvarlegra umferðarslysa nást með því að leggja svokallaðan tvo plús einn veg út frá Reykjavík til Selfoss og er því sama sinnis og Rögnvaldur Jónsson verkfræðingur sem opinberlega hefur kallað eftir rökum samgönguráðherra fyrir því að velja hraðbrautalausn með tveimur akreinum í hvora átt.

Ráðherrann vísar í samanburð sem sýni að tveir plús einn vegur dugi bara fyrir tuttugu þúsund bíla umferð og að slys fari þá niður í 55% miðað við einn plús einn veg en með tveir plús tveir vegi fari slysin niður í 45%. Því miðist undirbúningur við fjögurra akreina veg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×