Fleiri fréttir Þakplötur fuku Þakplötur fuku við nýja íþróttahúsið sem verið er að byggja við Jaðarsbakka á Akranesi í vindhviðum sem voru þar í gær. Engin slys hlutust þó af. 7.3.2006 08:45 Sluppu ómeiddir Tveir sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt undir Hafnarfjalli í gær, en þar var um tíma hvassviðri með snörpum vindhviðum. Í einni slíkri tókst vélsleðakerra, sem bíllinn dró, á loft og rykkti svo harkalega í bílinn að hann valt á veginum. 7.3.2006 08:30 100% verðmunur á hreinlætisvörum Allt að 100% munur var á verði á hreinlætisvörum milli stórmarkaða í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í gær. Bónus var oftast með lægsta verðið en 11-11 var oftast með hæsta verðið. 7.3.2006 08:30 TF-SIF komst ekki í gagnið Minni þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF komst ekki í gagnið í gær, eins og stefnt hafði verið að eftir ítrekaðar tafir á viðgerð í síðustu viku. Stóra þyrlan , TF- LÍF er enn í stórri skoðun og verður frá enn um hríð. 7.3.2006 08:00 Venusi sleppt Norska strandgæslan féllst í gærkvöldi á að sleppa togaranum Venusi úr höfn í Tromsö, en þangað hafði hún fært togarann á sunnudagsmorgun, vegna gruns um ólöglegar veiðar. 7.3.2006 07:39 Rann til í hálku og hafnaði á ljósastaur Kona slasaðist og missti meðvitund, þegar bíll hennar rann á hálku þvert yfir Reykjanesbrautina á móts við Smáralind á sjötta tímanum í morgun, og hafnaði loks á ljósastaur. Hún var flutt í sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans þar sem hún komst til meðvitundar og gert var að sárum hennar. 7.3.2006 07:35 DeCode tapar rúmum 4 milljörðum 2005 Tap DeCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á síðasta ári nam rétt tæpum 63 milljónum bandaríkjadölum eða sem nemur rúmum 4.1 milljörðum íslenskra króna. Það er nokkuð meira tap en árið þar á undan en þá nam tapið tæpum 3.8 milljörðum króna. 7.3.2006 07:28 Gat kom á nef vélar Rannsóknanefnd flugslysa ætlar í dag að fara yfir atvikið, þegar eldingu laust niður í þotu Icelandair skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær. Farþegar skynjuðu miklar glæringar og háan hvell. Gat kom á nef vélarinnar þar sem ratsjáin er hýst og var þegar snúið við til lendingar. 150 farþegar voru um borð, auk áhafnar, og sakaði engan. 7.3.2006 07:25 Kynningarfundir vegna Kötlu enn í gangi Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóðu fyrir opnum íbúafundi í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli í gærkvöld. 7.3.2006 00:01 Ást í Óperunni Hjónin Einar Th. Guðmundsson baritón og Katharina Th. Guðmundsson sópran syngja ástardúetta og mansöngva við undirleik Kurts Kopeckys á hádegistónleikum Íslensku óperunnar og Mastercard í Óperunni í hádeginu á morgun. Verk eftir Mozart verða áberandi á efnisskránni en tónskáldið hefði fagnað 250 ára afmæli í janúar. 6.3.2006 23:00 Þakplötuflug á Akranesi Þakplötur fuku við nýja íþróttahúsið sem verið er að byggja við Jaðarsbakka á Akranesi í vindhviðum sem voru þar í dag. SS byggingarverktaki sem vinnur við að byggja húsið brást skjótt við og festi plöturnar niður. Engin slys hlutust af þakplötufluginu. 6.3.2006 22:51 Árekstur við Litlu kaffistofuna Þrír bílar skullu saman við Litlu kaffistofuna í kvöld í fljúgandi hálku og leiðinlegu veðri. Engin slys urðu á fólki. Leiðinleg færð er á Hellisheiði og í Þrengslum, fljúgandi hálka og krapi og gekk umferð gekk hægt fyrir sig á annatíma fyrr í kvöld. 6.3.2006 21:54 Mikill verðmunur á hreinlætisvörum Allt að 100% munur var á verði á hreinlætisvörum milli stórmarkaða í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í dag. Kannað var verð á sjampói, þvottaefnum, hreinsiefnum og barnavörum í 12 stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Bónus var oftast með hæsta verðið en ellefu-ellefu var oftast með hæsta verðið. 6.3.2006 21:19 Óveður á fjallvegum Óveður, hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum, undir Hafnarfjalli, á Holtavörðuheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi að sögn Vegagerðarinnar. Þungfært er um heiðar á Vestfjörðum og hálkublettir víða á Norðurlandi. 6.3.2006 20:54 Tekur sæti á þingi í lok apríl Guðjón Ólafur Jónsson sem tekur sæti Árna Magnússonar á þingi segist hafa orðið fyrir áfalli þegar honum varð ljóst að Árni Magnússon félagsmálaráðherra ætlaði að hætta á þingi og að hann sjálfur væri á leið á þing. Hann segir mikinn missi að Árna. 6.3.2006 20:45 Gengi krónunnar í methæð Raungengi krónunnar hefur ekki mælst hærra í 18 ár að því er fram kemur í hálffimmfréttum KBbanka. Krónan veiktist í síðustu viku og var raungengið einungis um 111 stig við lokun markaða á föstudaginn en hefur nú náð sér á strik og mældist 117 stig í dag. 6.3.2006 20:37 Kippur í fasteignamarkaði Gengið var frá 206 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og þykja það óvenju mikil umsvif á fasteignamarkaðinum. Að jafnaði er skrifað undir um 197 kaupsamninga á viku samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Rólegt var á fasteignamörkuðum í janúar en ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi kippur kemur núna. 6.3.2006 20:24 Mjólka kærir undirboð Nýja mjólkurvörufyrirtækið Mjólka hefur kært Osta- og smjörsöluna til Samkeppnisráðs fyrir undirboð og óeðlilega viðskiptahætti. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir Osta- og smjörsöluna nota ráðandi markaðsstöðu til að reyna að bola Mjólku út af markaðinum. 6.3.2006 19:58 Elding laust vél Icelandair Flugvél IcelandAir á leið til New York var snúið við eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Vélin var búin að vera í loftinu í um 15 mínútur þegar atvikið átti sér stað. Að sögn farþega um borð í vélinni virtist sem sprunga hafi komið á bol vélarinnar að framanverðu en um borð voru 151 farþegi og sakaði engan þeirra. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli heilu og höldnu nú skömmu fyrir fréttir. 6.3.2006 19:21 RÚV gangrýnt fyrir að standa sig ekki í fréttaflutningi af skjálftanum Jarðskjálftinn við Kleifarvatn náði inn á Alþingi í dag en Ríkisútvarpið var gagnrýnt fyrir að rjúfa ekki útsendingu til að flytja fréttir af skjálftanum. 6.3.2006 19:21 Ekkert tjón af völdum jarðskjálftans Snarpur jarðskjálfti, 4,6 á Richter, varð austur af Krísuvík um klukkan hálf þrjú í dag. Jarðskjálftinn varð á mjög virku svæði, um 3 kílómetra austur af Kleifarvatni eða um 7,7 kílómetra austnorðaustur af Krísuvík, á rúmlega sjö kílómetra dýpi. Nokkuð af eftirskjálftum hefur fylgt í kjölfarið. 6.3.2006 19:08 Óvissan slæm fyrir Framsókn Staða Framsóknarflokksins veikist við þá ákvörðun Árna Magnússonar að hætta í pólitík að mati Önnu Kristinsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Hún telur slæmt fyrir flokkinn að ekki liggi skýrt fyrir hver muni taka við formennsku af Halldóri Ásgrímssyni eftir fráhvarf Árna. 6.3.2006 18:45 Sex látnir á árinu Sex hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu. Um tíu til fimmtán prósent ökumanna nota ekki bílbelti þrátt fyrir að margoft hafi verið sýnt fram á mikilvægi þeirra. Þessi hópur hefur mikil áhrif á slysatíðnina að sögn forstöðumanns rannsóknarnefndar umferðarslysa. 6.3.2006 18:45 Ekkert tjón af völdum skjálftans Snarpur jarðskjálfti, 4,6 á Richter, varð austur af Krísuvík um klukkan hálf þrjú í dag. Jarðskjálftinn varð á mjög virku svæði, um 3 kílómetra austur af Kleifarvatni eða um 7,7 kílómetra austnorðaustur af Krísuvík, á rúmlega sjö kílómetra dýpi. Nokkuð af eftirskjálftum hefur fylgt í kjölfarið. Jarðskjálftinn í dag fannst víða um suðvestanvert landið. Vel á öllu höfuðborgarsvæðinu, upp í Hvalfjörð og allt austur á Hvolsvöll. Hvorki er þó vitað um tjón á mannvirkjum né fólki. 6.3.2006 18:42 Jónasi Garðarssyni birt ákæra á morgun Jónasi Garðarssyni formanni Sjómannafélags Reykjavíkur verður birt ákæra á morgun. Mál Lögreglustjórans í Reykjavík gegn honum verður þingfest á morgun og þá gefst Jónasi tækifæri til að tjá sig um sakarefnið. 6.3.2006 18:42 Tugir eftirskjálfta en ekkert tjón Jarðskjálftinn í dag fannst víða um suðvestanvert landið. Vel á öllu höfuðborgarsvæðinu, upp í Hvalfjörð og allt austur á Hvolsvöll. Hvorki er þó vitað um tjón á mannvirkjum né fólki. 6.3.2006 18:25 Brotthvarf Árna veikir Framsókn Brotthvarf Árna Magnússonar af þingi og úr ráðherrastóli veikir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði. 6.3.2006 17:53 Skrifaði undir tvo samninga tendum sjúkraflutningum Eitt síðasta embættisverk Jóns Kristjánssonar sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra var að undirrita tvo samninga tengdum sjúkraflutningum. Annar samningurinn var við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga á svæðinu og hinn samningurinn var við Rauða kross Íslands um útvegun og rekstur bifreiða og tækjabúnaðar til sjúkraflutninga. 6.3.2006 17:49 Snjóþekja víða um land Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vestfjörðum er þæfingur á Dynjandisheiði. Þungfært er og skafrenningur er á Hrafnseyrarheiði og snjóþekja er á Eyrarfjalli. Hálkublettir eru víða á Norðausturlandi og snjóþekja er á Lágheiði. Þá er einnig snjóþekja víða á Suðausturlandi. 6.3.2006 17:32 Gjaldeyrisforði Seðlabankans eykst um 3,7 milljarða króna Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands jókst um 3,7 milljarða í febrúarmánuði og nam 72,1 milljarði í lok hans eða 1.104 milljónum Bandaríkjadala miðað við gengi í mánaðarlok. Aukninguna má rekja til reglubundinna kaupa Seðlabankans á gjaldeyri á innlendum markaði og gegnishagnaðar. 6.3.2006 17:01 Bíll fauk útaf veginum undir Hafnarfjalli Bíll með kerru á suðurleið fór hálfur útaf á þjóðvegi eitt undir Hafnarfjalli fyrr í dag. Nokkuð hvasst var á þessum slóðum en svo virðist sem vindhviða hafi feykt kerrunni út af veginum og með þeim afleiðingum að bíllinn snerist á veginum. Tvennt var í bílnum en engin slys urðu á fólki. Bíllinn er nokkuð skemmdur en kerran er óskemmd. 6.3.2006 16:47 Norðurljósablús lukkaðist vel Blúshátíðin Norðurljósablús var haldin á Höfn í Hornafirði um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og þótti hún lukkast vel. Aðalgestir hátíðarinnar voru Emil & the Ecstatics en alls komu 25 tónlistarmenn í sjö hljómsveitum fram á tíu blústónleikum um helgina. 6.3.2006 16:29 Margir eftirskjálftar Hátt á þriðja tug eftirskjálfta hafa mælst í nágrenni Krísuvíkur þar sem skjálfti að stærðinni 4,6 á Richterskala átti upptök sín um klukkan 14:30. Um litla skjálfta er að ræða en enginn þeirra hefur mælst yfir 2,7 á Richterskala. 6.3.2006 15:58 Fullkomið brúðkaup tekið til sýninga í Reykjavík Leikritið Fullkomið brúðkaup, sem sýnt hefur við miklar vinsældir hjá Leikfélagi Akureyrar, verður tekið til sýninga í Borgarleikhúsinu en gengið var nýlega frá samning um sýningar. Leiksýningin er aðsóknamesta sýning í sögu Leikfélags Akureyrar en sýningum lauk í febrúar. 6.3.2006 15:43 Markmið að bæta möguleika þroskaheftra Norræna samstarfsnefndin um málefni fatlaðra er að fara af stað með verkefni sem fjallar um lífskjör og lífsgæði þroskraheftra einstaklinga. Í frétt á heimasíðu Norðurlandaráðs segir að markmið verkefnisins sé að auka gæði þeirra möguleika sem standa þroskaheftum einstaklingum til boða. 6.3.2006 15:32 Alþjóðleg skákhátíð: Skákin brúar bil Skáksamband Íslands stendur fyrir alþjóðlegri skákhátíð í Reykjavík dagana 6.-18. mars. Skákhátíðin ber heitið Skákin brúar bil og er ætlað að brúa bil milli kynslóða, trúarbragða, þjóðarbrota, kynþátta og kynja. Fjölmargir skáksnillingar koma til landsins gagngert vegna hátíðarinnar sem er ekki síður hátíð fjölbreytileika og fjölmenningar. Skáksnillingarnir koma frá hinum ýmsu löndum meðal annars Egyptalandi, Líbanon, Færeyjum, Bandaríkjunum, Ísrael Rúmerníu og fleiri löndum. 6.3.2006 15:22 Allt nötraði við Krísuvíkurskóla Jarðskjálftinn sem varð um 7,7 kílómetra aust-norð-austur af Krísuvík um hálf þrjú í dag fannst vel í Krísuvíkurskóla. Að sögn Ernu Hauksdóttur, ráðgjafa við skólann, fundu allir þar vel fyrir skjálftanum. Hún sagði þó engar sjáanlegar skemmdir á húsinu og hlutir hafi ekki færst úr stað. 6.3.2006 15:04 Jarðskjálfti í nágrenni Krísuvíkur Jarðskjálfti upp á 4,6 á Richterskala varð klukkan 14:30 í dag. Upptök skjálftana eru um 7,7 kílómetra aust-norð-austur af Krísuvík samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofunnar. Skjáfltinn fannst mjög víða á höfuðborgarsvæðinu og allt austur á Selfoss. Nokkur vegsummerki eru víða vegna skjálftans en rúða brotnaði í heimahúsi í Garðabæ. 6.3.2006 14:40 Nýr framkvæmdarstjóri hjá Vensy Jorge Eugui hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá Vensy, dótturfélagi Alfesca á Spáni. Vensy er markaðsleiðandi í sölu á reyktum laxi á Spáni, bæði í eigin vörumerki, Skandia, og í vörumerkjum stórmarkaða með um 20% markaðshlutdeild, þar af 13% í eigin vörumerki, Skandia. Hjá fyrirtækinu starfa tæplega 300 starfsmenn. 6.3.2006 14:01 Segir stjórnvöld fela niðurstöður Það er engu líkara en stjórnvöld vilji fela niðurstöður rammaáætlunar um samanburð á virkjanakostum og líklegum umhverfisáhrifum þeirra. Þetta sagði Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra í Silfri Egils í gær. 6.3.2006 13:48 Bakkaði á kyrrstæðan bíl Síðastliðin vika var róleg í umdæmi lögreglunnar í Vík í Mýrdal en fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 123 km hraða. Eitt umferðaróhapp varð í Vík en ökumaður ók aftur á bak á kyrrstæðan bíl. 6.3.2006 13:30 Þróun hagkerfisins vekur athygli erlendis Birgir Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þriðji varaforseti Alþingis, og Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sóttu fund þingforseta smærri ríkja í Evrópu sem haldinn var í Mónakó í lok febrúar. 6.3.2006 13:17 Höfðu afskipti af 80 ökumönnum Lögreglumenn í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði höfðu afskipti af 80 ökumönnum vegna umferðarlagabrota í liðinni viku. Þar af voru 62 vegna hraðaksturs og fjögur vegna gruns um ölvun við akstur. 6.3.2006 13:00 1.500 búnir að skila inn framtölum Skattframtöl landsmanna eru þegar tekin að skila sér til skattstjóra landsins. Um 1.500 manns hafa talið fram á netinu en búast má við að áður en yfir lýkur skili rúmlega 200 þúsund manns framtölum sínum á netinu. 6.3.2006 12:45 Loðnuvertíðinni að ljúka Loðnuvertíðinni er að ljúka og eru nú aðeins þrjú skip eftir á miðunum út af Snæfellsnesi, þar sem loðnan hrygnir og drepst. Lang flest loðnuskipin eru búin með kvóta sína og því hætt veiðum og skipin þrjú, sem enn eru úti, eiga aðeins eftir að veiða smá slatta. 6.3.2006 12:15 Sjá næstu 50 fréttir
Þakplötur fuku Þakplötur fuku við nýja íþróttahúsið sem verið er að byggja við Jaðarsbakka á Akranesi í vindhviðum sem voru þar í gær. Engin slys hlutust þó af. 7.3.2006 08:45
Sluppu ómeiddir Tveir sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt undir Hafnarfjalli í gær, en þar var um tíma hvassviðri með snörpum vindhviðum. Í einni slíkri tókst vélsleðakerra, sem bíllinn dró, á loft og rykkti svo harkalega í bílinn að hann valt á veginum. 7.3.2006 08:30
100% verðmunur á hreinlætisvörum Allt að 100% munur var á verði á hreinlætisvörum milli stórmarkaða í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í gær. Bónus var oftast með lægsta verðið en 11-11 var oftast með hæsta verðið. 7.3.2006 08:30
TF-SIF komst ekki í gagnið Minni þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF komst ekki í gagnið í gær, eins og stefnt hafði verið að eftir ítrekaðar tafir á viðgerð í síðustu viku. Stóra þyrlan , TF- LÍF er enn í stórri skoðun og verður frá enn um hríð. 7.3.2006 08:00
Venusi sleppt Norska strandgæslan féllst í gærkvöldi á að sleppa togaranum Venusi úr höfn í Tromsö, en þangað hafði hún fært togarann á sunnudagsmorgun, vegna gruns um ólöglegar veiðar. 7.3.2006 07:39
Rann til í hálku og hafnaði á ljósastaur Kona slasaðist og missti meðvitund, þegar bíll hennar rann á hálku þvert yfir Reykjanesbrautina á móts við Smáralind á sjötta tímanum í morgun, og hafnaði loks á ljósastaur. Hún var flutt í sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans þar sem hún komst til meðvitundar og gert var að sárum hennar. 7.3.2006 07:35
DeCode tapar rúmum 4 milljörðum 2005 Tap DeCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á síðasta ári nam rétt tæpum 63 milljónum bandaríkjadölum eða sem nemur rúmum 4.1 milljörðum íslenskra króna. Það er nokkuð meira tap en árið þar á undan en þá nam tapið tæpum 3.8 milljörðum króna. 7.3.2006 07:28
Gat kom á nef vélar Rannsóknanefnd flugslysa ætlar í dag að fara yfir atvikið, þegar eldingu laust niður í þotu Icelandair skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær. Farþegar skynjuðu miklar glæringar og háan hvell. Gat kom á nef vélarinnar þar sem ratsjáin er hýst og var þegar snúið við til lendingar. 150 farþegar voru um borð, auk áhafnar, og sakaði engan. 7.3.2006 07:25
Kynningarfundir vegna Kötlu enn í gangi Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóðu fyrir opnum íbúafundi í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli í gærkvöld. 7.3.2006 00:01
Ást í Óperunni Hjónin Einar Th. Guðmundsson baritón og Katharina Th. Guðmundsson sópran syngja ástardúetta og mansöngva við undirleik Kurts Kopeckys á hádegistónleikum Íslensku óperunnar og Mastercard í Óperunni í hádeginu á morgun. Verk eftir Mozart verða áberandi á efnisskránni en tónskáldið hefði fagnað 250 ára afmæli í janúar. 6.3.2006 23:00
Þakplötuflug á Akranesi Þakplötur fuku við nýja íþróttahúsið sem verið er að byggja við Jaðarsbakka á Akranesi í vindhviðum sem voru þar í dag. SS byggingarverktaki sem vinnur við að byggja húsið brást skjótt við og festi plöturnar niður. Engin slys hlutust af þakplötufluginu. 6.3.2006 22:51
Árekstur við Litlu kaffistofuna Þrír bílar skullu saman við Litlu kaffistofuna í kvöld í fljúgandi hálku og leiðinlegu veðri. Engin slys urðu á fólki. Leiðinleg færð er á Hellisheiði og í Þrengslum, fljúgandi hálka og krapi og gekk umferð gekk hægt fyrir sig á annatíma fyrr í kvöld. 6.3.2006 21:54
Mikill verðmunur á hreinlætisvörum Allt að 100% munur var á verði á hreinlætisvörum milli stórmarkaða í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í dag. Kannað var verð á sjampói, þvottaefnum, hreinsiefnum og barnavörum í 12 stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Bónus var oftast með hæsta verðið en ellefu-ellefu var oftast með hæsta verðið. 6.3.2006 21:19
Óveður á fjallvegum Óveður, hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum, undir Hafnarfjalli, á Holtavörðuheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi að sögn Vegagerðarinnar. Þungfært er um heiðar á Vestfjörðum og hálkublettir víða á Norðurlandi. 6.3.2006 20:54
Tekur sæti á þingi í lok apríl Guðjón Ólafur Jónsson sem tekur sæti Árna Magnússonar á þingi segist hafa orðið fyrir áfalli þegar honum varð ljóst að Árni Magnússon félagsmálaráðherra ætlaði að hætta á þingi og að hann sjálfur væri á leið á þing. Hann segir mikinn missi að Árna. 6.3.2006 20:45
Gengi krónunnar í methæð Raungengi krónunnar hefur ekki mælst hærra í 18 ár að því er fram kemur í hálffimmfréttum KBbanka. Krónan veiktist í síðustu viku og var raungengið einungis um 111 stig við lokun markaða á föstudaginn en hefur nú náð sér á strik og mældist 117 stig í dag. 6.3.2006 20:37
Kippur í fasteignamarkaði Gengið var frá 206 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og þykja það óvenju mikil umsvif á fasteignamarkaðinum. Að jafnaði er skrifað undir um 197 kaupsamninga á viku samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Rólegt var á fasteignamörkuðum í janúar en ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi kippur kemur núna. 6.3.2006 20:24
Mjólka kærir undirboð Nýja mjólkurvörufyrirtækið Mjólka hefur kært Osta- og smjörsöluna til Samkeppnisráðs fyrir undirboð og óeðlilega viðskiptahætti. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir Osta- og smjörsöluna nota ráðandi markaðsstöðu til að reyna að bola Mjólku út af markaðinum. 6.3.2006 19:58
Elding laust vél Icelandair Flugvél IcelandAir á leið til New York var snúið við eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Vélin var búin að vera í loftinu í um 15 mínútur þegar atvikið átti sér stað. Að sögn farþega um borð í vélinni virtist sem sprunga hafi komið á bol vélarinnar að framanverðu en um borð voru 151 farþegi og sakaði engan þeirra. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli heilu og höldnu nú skömmu fyrir fréttir. 6.3.2006 19:21
RÚV gangrýnt fyrir að standa sig ekki í fréttaflutningi af skjálftanum Jarðskjálftinn við Kleifarvatn náði inn á Alþingi í dag en Ríkisútvarpið var gagnrýnt fyrir að rjúfa ekki útsendingu til að flytja fréttir af skjálftanum. 6.3.2006 19:21
Ekkert tjón af völdum jarðskjálftans Snarpur jarðskjálfti, 4,6 á Richter, varð austur af Krísuvík um klukkan hálf þrjú í dag. Jarðskjálftinn varð á mjög virku svæði, um 3 kílómetra austur af Kleifarvatni eða um 7,7 kílómetra austnorðaustur af Krísuvík, á rúmlega sjö kílómetra dýpi. Nokkuð af eftirskjálftum hefur fylgt í kjölfarið. 6.3.2006 19:08
Óvissan slæm fyrir Framsókn Staða Framsóknarflokksins veikist við þá ákvörðun Árna Magnússonar að hætta í pólitík að mati Önnu Kristinsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Hún telur slæmt fyrir flokkinn að ekki liggi skýrt fyrir hver muni taka við formennsku af Halldóri Ásgrímssyni eftir fráhvarf Árna. 6.3.2006 18:45
Sex látnir á árinu Sex hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu. Um tíu til fimmtán prósent ökumanna nota ekki bílbelti þrátt fyrir að margoft hafi verið sýnt fram á mikilvægi þeirra. Þessi hópur hefur mikil áhrif á slysatíðnina að sögn forstöðumanns rannsóknarnefndar umferðarslysa. 6.3.2006 18:45
Ekkert tjón af völdum skjálftans Snarpur jarðskjálfti, 4,6 á Richter, varð austur af Krísuvík um klukkan hálf þrjú í dag. Jarðskjálftinn varð á mjög virku svæði, um 3 kílómetra austur af Kleifarvatni eða um 7,7 kílómetra austnorðaustur af Krísuvík, á rúmlega sjö kílómetra dýpi. Nokkuð af eftirskjálftum hefur fylgt í kjölfarið. Jarðskjálftinn í dag fannst víða um suðvestanvert landið. Vel á öllu höfuðborgarsvæðinu, upp í Hvalfjörð og allt austur á Hvolsvöll. Hvorki er þó vitað um tjón á mannvirkjum né fólki. 6.3.2006 18:42
Jónasi Garðarssyni birt ákæra á morgun Jónasi Garðarssyni formanni Sjómannafélags Reykjavíkur verður birt ákæra á morgun. Mál Lögreglustjórans í Reykjavík gegn honum verður þingfest á morgun og þá gefst Jónasi tækifæri til að tjá sig um sakarefnið. 6.3.2006 18:42
Tugir eftirskjálfta en ekkert tjón Jarðskjálftinn í dag fannst víða um suðvestanvert landið. Vel á öllu höfuðborgarsvæðinu, upp í Hvalfjörð og allt austur á Hvolsvöll. Hvorki er þó vitað um tjón á mannvirkjum né fólki. 6.3.2006 18:25
Brotthvarf Árna veikir Framsókn Brotthvarf Árna Magnússonar af þingi og úr ráðherrastóli veikir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði. 6.3.2006 17:53
Skrifaði undir tvo samninga tendum sjúkraflutningum Eitt síðasta embættisverk Jóns Kristjánssonar sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra var að undirrita tvo samninga tengdum sjúkraflutningum. Annar samningurinn var við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga á svæðinu og hinn samningurinn var við Rauða kross Íslands um útvegun og rekstur bifreiða og tækjabúnaðar til sjúkraflutninga. 6.3.2006 17:49
Snjóþekja víða um land Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vestfjörðum er þæfingur á Dynjandisheiði. Þungfært er og skafrenningur er á Hrafnseyrarheiði og snjóþekja er á Eyrarfjalli. Hálkublettir eru víða á Norðausturlandi og snjóþekja er á Lágheiði. Þá er einnig snjóþekja víða á Suðausturlandi. 6.3.2006 17:32
Gjaldeyrisforði Seðlabankans eykst um 3,7 milljarða króna Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands jókst um 3,7 milljarða í febrúarmánuði og nam 72,1 milljarði í lok hans eða 1.104 milljónum Bandaríkjadala miðað við gengi í mánaðarlok. Aukninguna má rekja til reglubundinna kaupa Seðlabankans á gjaldeyri á innlendum markaði og gegnishagnaðar. 6.3.2006 17:01
Bíll fauk útaf veginum undir Hafnarfjalli Bíll með kerru á suðurleið fór hálfur útaf á þjóðvegi eitt undir Hafnarfjalli fyrr í dag. Nokkuð hvasst var á þessum slóðum en svo virðist sem vindhviða hafi feykt kerrunni út af veginum og með þeim afleiðingum að bíllinn snerist á veginum. Tvennt var í bílnum en engin slys urðu á fólki. Bíllinn er nokkuð skemmdur en kerran er óskemmd. 6.3.2006 16:47
Norðurljósablús lukkaðist vel Blúshátíðin Norðurljósablús var haldin á Höfn í Hornafirði um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og þótti hún lukkast vel. Aðalgestir hátíðarinnar voru Emil & the Ecstatics en alls komu 25 tónlistarmenn í sjö hljómsveitum fram á tíu blústónleikum um helgina. 6.3.2006 16:29
Margir eftirskjálftar Hátt á þriðja tug eftirskjálfta hafa mælst í nágrenni Krísuvíkur þar sem skjálfti að stærðinni 4,6 á Richterskala átti upptök sín um klukkan 14:30. Um litla skjálfta er að ræða en enginn þeirra hefur mælst yfir 2,7 á Richterskala. 6.3.2006 15:58
Fullkomið brúðkaup tekið til sýninga í Reykjavík Leikritið Fullkomið brúðkaup, sem sýnt hefur við miklar vinsældir hjá Leikfélagi Akureyrar, verður tekið til sýninga í Borgarleikhúsinu en gengið var nýlega frá samning um sýningar. Leiksýningin er aðsóknamesta sýning í sögu Leikfélags Akureyrar en sýningum lauk í febrúar. 6.3.2006 15:43
Markmið að bæta möguleika þroskaheftra Norræna samstarfsnefndin um málefni fatlaðra er að fara af stað með verkefni sem fjallar um lífskjör og lífsgæði þroskraheftra einstaklinga. Í frétt á heimasíðu Norðurlandaráðs segir að markmið verkefnisins sé að auka gæði þeirra möguleika sem standa þroskaheftum einstaklingum til boða. 6.3.2006 15:32
Alþjóðleg skákhátíð: Skákin brúar bil Skáksamband Íslands stendur fyrir alþjóðlegri skákhátíð í Reykjavík dagana 6.-18. mars. Skákhátíðin ber heitið Skákin brúar bil og er ætlað að brúa bil milli kynslóða, trúarbragða, þjóðarbrota, kynþátta og kynja. Fjölmargir skáksnillingar koma til landsins gagngert vegna hátíðarinnar sem er ekki síður hátíð fjölbreytileika og fjölmenningar. Skáksnillingarnir koma frá hinum ýmsu löndum meðal annars Egyptalandi, Líbanon, Færeyjum, Bandaríkjunum, Ísrael Rúmerníu og fleiri löndum. 6.3.2006 15:22
Allt nötraði við Krísuvíkurskóla Jarðskjálftinn sem varð um 7,7 kílómetra aust-norð-austur af Krísuvík um hálf þrjú í dag fannst vel í Krísuvíkurskóla. Að sögn Ernu Hauksdóttur, ráðgjafa við skólann, fundu allir þar vel fyrir skjálftanum. Hún sagði þó engar sjáanlegar skemmdir á húsinu og hlutir hafi ekki færst úr stað. 6.3.2006 15:04
Jarðskjálfti í nágrenni Krísuvíkur Jarðskjálfti upp á 4,6 á Richterskala varð klukkan 14:30 í dag. Upptök skjálftana eru um 7,7 kílómetra aust-norð-austur af Krísuvík samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofunnar. Skjáfltinn fannst mjög víða á höfuðborgarsvæðinu og allt austur á Selfoss. Nokkur vegsummerki eru víða vegna skjálftans en rúða brotnaði í heimahúsi í Garðabæ. 6.3.2006 14:40
Nýr framkvæmdarstjóri hjá Vensy Jorge Eugui hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá Vensy, dótturfélagi Alfesca á Spáni. Vensy er markaðsleiðandi í sölu á reyktum laxi á Spáni, bæði í eigin vörumerki, Skandia, og í vörumerkjum stórmarkaða með um 20% markaðshlutdeild, þar af 13% í eigin vörumerki, Skandia. Hjá fyrirtækinu starfa tæplega 300 starfsmenn. 6.3.2006 14:01
Segir stjórnvöld fela niðurstöður Það er engu líkara en stjórnvöld vilji fela niðurstöður rammaáætlunar um samanburð á virkjanakostum og líklegum umhverfisáhrifum þeirra. Þetta sagði Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra í Silfri Egils í gær. 6.3.2006 13:48
Bakkaði á kyrrstæðan bíl Síðastliðin vika var róleg í umdæmi lögreglunnar í Vík í Mýrdal en fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 123 km hraða. Eitt umferðaróhapp varð í Vík en ökumaður ók aftur á bak á kyrrstæðan bíl. 6.3.2006 13:30
Þróun hagkerfisins vekur athygli erlendis Birgir Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þriðji varaforseti Alþingis, og Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sóttu fund þingforseta smærri ríkja í Evrópu sem haldinn var í Mónakó í lok febrúar. 6.3.2006 13:17
Höfðu afskipti af 80 ökumönnum Lögreglumenn í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði höfðu afskipti af 80 ökumönnum vegna umferðarlagabrota í liðinni viku. Þar af voru 62 vegna hraðaksturs og fjögur vegna gruns um ölvun við akstur. 6.3.2006 13:00
1.500 búnir að skila inn framtölum Skattframtöl landsmanna eru þegar tekin að skila sér til skattstjóra landsins. Um 1.500 manns hafa talið fram á netinu en búast má við að áður en yfir lýkur skili rúmlega 200 þúsund manns framtölum sínum á netinu. 6.3.2006 12:45
Loðnuvertíðinni að ljúka Loðnuvertíðinni er að ljúka og eru nú aðeins þrjú skip eftir á miðunum út af Snæfellsnesi, þar sem loðnan hrygnir og drepst. Lang flest loðnuskipin eru búin með kvóta sína og því hætt veiðum og skipin þrjú, sem enn eru úti, eiga aðeins eftir að veiða smá slatta. 6.3.2006 12:15