Innlent

Venusi sleppt

Norska strandgæslan féllst í gærkvöldi á að sleppa togaranum Venusi úr höfn í Tromsö, en þangað hafði hún fært togarann á sunnudagsmorgun, vegna gruns um ólöglegar veiðar.

HB Grandi, sem á togarann, lagði fram 10 milljóna króna tryggingu og er togarinn nú á leið á miðin aftur, en strandgæslan er að far yfir gögn, sem aflað var í togaranum.

Talið er að þó nokkrir dagar geti liðið þar til botn fæst í málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×