Innlent

Kippur í fasteignamarkaði

MYND/Gunnar V. Andrésson

Gengið var frá 206 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og þykja það óvenju mikil umsvif á fasteignamarkaðinum. Að jafnaði er skrifað undir um 197 kaupsamninga á viku samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Rólegt var á fasteignamörkuðum í janúar en ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi kippur kemur núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×