Innlent

Þróun hagkerfisins vekur athygli erlendis

Birgir Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þriðji varaforseti Alþingis, og Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sóttu fund þingforseta smærri ríkja í Evrópu sem haldinn var í Mónakó í lok febrúar. Á fundinum var rætt um sértæk viðfangsefni smærri ríkja varðandi efnahagsstjórn, samskipti við Evrópuráðið og Evrópusambandið, þróun kosningakerfa og veitingu ríkisborgararéttar. Þingmennirnir vöktu athygli á stöðu þessa mála hér á landi og vakti þróun hagkerfisins og samskipti Íslands við evrópskar stofnanir sérstaka athygli fundargesta. Alls tóku átta sjálfstæð ríki, sem eiga aðild að Evrópuráðinu þátt í fundinum, en auk Birgis og Jóns voru þingforsetar frá Andorra, Kýpum, Liechtenstein, Lúxemborg, Möltu, Mónakó og San Marínó á fundinum. Ákveðið hefur verið að halda áfram samstarfi þingforsetanna og verður næsti fundur þeirra haldinn árið 2007 í boði þjóðþings San Marínó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×