Innlent

Bakkaði á kyrrstæðan bíl

Mynd/Vísir

Síðastliðin vika var róleg í umdæmi lögreglunnar í Vík í Mýrdal en fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 123 km hraða. Eitt umferðaróhapp varð í Vík en ökumaður ók aftur á bak á kyrrstæðan bíl. Þá flutti færanleg skoðunarstöð Frumherja sig til og fór frá Vík til Kirkjubæjarklausturs þar sem hún verður staðsett fram á þriðjudagskvöld. Eigendur þeirra ökutækja sem eiga eftir að láta skoða bíla sína, eru hvattir til að fara með þau til skoðunnar svo ekki komi þurfi að koma til afskipta lögreglunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×