Innlent

Norðurljósablús lukkaðist vel

Blúshátíðin Norðurljósablús var haldin á Höfn í Hornafirði um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og þótti hún lukkast vel. Aðalgestir hátíðarinnar voru Emil & the Ecstatics en alls komu 25 tónlistarmenn í sjö hljómsveitum fram á tíu blústónleikum um helgina. Allir aldurshópar munu góðs af blúsinum en KK heimsótti alla grunnskóla staðarins á föstudaginn og á laugadaginn fór hann ásamt Magnúsi Eisríkssyni og Þorleifi Guðjónssyni á dvalarheimili aldraðra og tóku þar lagið fyrir íbúana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×