Innlent

Árekstur við Litlu kaffistofuna

Þrír bílar skullu saman við Litlu kaffistofuna í kvöld í fljúgandi hálku og leiðinlegu veðri. Engin slys urðu á fólki.

Leiðinleg færð er á Hellisheiði og í Þrengslum, fljúgandi hálka og krapi og gekk umferð gekk hægt fyrir sig á annatíma fyrr í kvöld. Lögreglan á Selfossi hefur staðið í ströngu á Hellisheiði við að aðstoða bíla sem hafa fest sig eða átt í öðrum vandræðum Lögreglan vill beina því til fólks að vera ekki á ferð á illa búnum bílum, sérstaklega ekki á sumardekkjum eða lélegum vetrardekkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×