Innlent

Mjólka kærir undirboð

Ólafur Magnússon, framkvæmdastóri Mjólku
Ólafur Magnússon, framkvæmdastóri Mjólku MYND/Valgaður Gíslason

Nýja mjólkurvörufyrirtækið Mjólka hefur kært Osta- og smjörsöluna til Samkeppnisráðs fyrir undirboð og óeðlilega viðskiptahætti. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir Osta- og smjörsöluna nota ráðandi markaðsstöðu til að reyna að bola Mjólku út af markaðinum.

Ólafur segir óeðlilegt að Osta-og smjörsalan sé nú allt í einu farin að bjóða afslátt af fetaosti, en það er einmitt sú vörutegund sem Mjólka setti fyrst á markaðinn. Hingað til hefur fetaosturinn verið eina vörutegundin frá Mjólku en fleiri vörur eru væntanlegar innan skamms, þar á meðal sýrður rjómi og jógúrt.

Mjólka er eina afurðastöðin í mjólkuriðnaði sem starfar utan greiðslumarkaðskerfis landbúnaðarins og nýtur því engra styrkja frá hinu opinbera. Fyrirtækið rekur eigið mjólkurbú og kaupir einnig mjólk af bændum. Ólafur segist hafa haft spurnir af því að Osta- og smjörsalan hafi heimsótt bændur sem hafa haft hug á að leggja inn mjólk hjá Mjólku og hótað þeim að þeir missi réttindi sem þeir hafi safnað upp hjá fyrirtækinu ef þeir skipti við Mjólku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×