Innlent

Loðnuvertíðinni að ljúka

Mynd/Hari

Loðnuvertíðinni er að ljúka og eru nú aðeins þrjú skip eftir á miðunum út af Snæfellsnesi, þar sem loðnan hrygnir og drepst. Lang flest loðnuskipin eru búin með kvóta sína og því hætt veiðum og skipin þrjú, sem enn eru úti, eiga aðeins eftir að veiða smá slatta.

Bræla er nú á miðunum, en unnið er að frystingu um borð. Heildaraflinn á þessari vertíð verður verður um 194.000 tonn, sem er hið lang minnsta í mörg ár. Hann er þó meiri en kvótinn, því íslensku skipin fengu að veiða aflann, sem norsku skipin skildu eftir og svo fengust 23.000 tonn við rannsóknarveiðar, áður en kvótinn var gefinn út. Það vegur hins vegar verulega á móti hversu hátt hlutfall aflans var fryst til manneldis, sem gefur mun meira af sér en þegar loðnan er brædd í mjöl og lýsi. Nærri lætur að um fjörutíu prósent aflans hafi verið fryst til manneldis, sem er margfalt meira en undanfarin ár. Það hefur þó bitnað á rekstri loðnubræðslanna í landi, sem sumar hverjar hafa ekki verið ræstar nema dag og dag alveg frá því í júní í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×