Innlent

Rann til í hálku og hafnaði á ljósastaur

Kona slasaðist og missti meðvitund, þegar bíll hennar rann á hálku þvert yfir Reykjanesbrautina á móts við Smáralind á sjötta tímanum í morgun, og hafnaði loks á ljósastaur.

Hún var flutt í sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans þar sem hún komst til meðvitundar og gert var að sárum hennar. Bíllinn er talinn ónýtur.

Víða er hála á húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en búið er að saltbera helstu umferaðræðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×