Innlent

Sluppu ómeiddir

Tveir sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt undir Hafnarfjalli í gær, en þar var um tíma hvassviðri með snörpum vindhviðum.

Í einni slíkri tókst vélsleðakerra, sem bíllinn dró, á loft og rykkti svo harkalega í bílinn að hann valt á veginum.

Nokkrar umferðartafir urðu á meðan verið var að fjarlægja bílinn og kerruna. Ekki urðu fleiri óhöpp í hvassvirðinu á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×